Lífið

Fashion Cares haldið í Toronto

Dita von Teese sést hér sýna atriði sitt en það er fyrir löngu orðið heimsfrægt.
Dita von Teese sést hér sýna atriði sitt en það er fyrir löngu orðið heimsfrægt. MYND/Vísir

Dita von Teese sýndi hina víðfrægu erótísku kampavínsglassýningu sína á hátíðinni Fashion Cares sem fram fór um helgina í Toronto í Kanada. Þema hátíðarinnar að þessu sinni var „Gægjast" eða að horfa á og að vera horft á. Hátíðin var styrkt af snyrtivörurisanum MAC og tilgangur hennar var að safna fé í baráttunni gegn alnæmi.

Þeir sem hana sóttu fóru eftir þemanu í einu og öllu og voru klæddir korselett, fínustu undirföt og klæðnað frá millistríðsárunum.

Dita að sýna kampavínsglasrútínu sína.
Dita að sýna kampavínsglasrútínu sína.
Dita að sýna kampavínsglasrútínu sína.
Dita með Jay Manuel, frægan úr America's Next Top Model, en hann var gestgjafi á hátíðinni.
Dita er hér með Kelly Rowland, sem eitt sinn var í Destiny's Child.
Dita með tveimur módelum sem löbbuðu um hátíðarsvæðið. Eins og sjá má var þemað tekið alvarlega.
Dita sést hér með Kelly Rowland, sem er komin í annan kjól en á fyrstu myndinni, Jay Manuel, sem var gestgjafi, og söngkonunni Myu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.