Lífið

Með byssukúlu í hausnum í 64 ár

MYND/Vísir

Kínversk kona á áttræðisaldri fór á sjúkrahús fyrir skemmstu vegna höfuðverks. Hún hefði kannski átt að gera það fyrr þar sem í ljós kom að hún hafði verið með byssukúlu í hausnum í 64 ár.

Jin Guangying, 77 ára, fór á spítalann til þess að láta taka röntgenmynd af hausnum á sér. Sonur hennar, Wang Zhengbang, sagði fjölmiðlum að hann væri hissa á því að það væri byssukúla í hausnum á móður hans.

Jin man eftir því að hafa verið skotin í Seinni heimsstyrjöldinni þegar japanski herinn réðist inn í Kína. Þá var hún að fara með birgðir til föðurs síns sem barðist sem uppreisnarmaður.

„Ég var 13 ára og bjó við járnbrautarteinana í Xuzhou. Einn daginn bað móðir mín mig að fara með mat til föður míns og félaga hans, sem börðust gegn Japönum," sagði hún. „Japanski herinn sá mig. Þeir eltu mig uppi og skutu á mig. Byssukúla fór í gegnum hægra eyrað á mér og ég féll til jarðar, meðvitundarlaus."

Þegar Jin komst til meðvitundar á ný var hún þegar kominn heim til sín. Móðir hennar setti jurtalyf á sár hennar og þremur mánuðum seinna náði hún fullum bata.

Jin komst síðar að því að byssukúlan hafði farið í gegnum handlegg einhvers sem var við hliðina á henni áður en hún fór í höfuð hennar.

Skurðlæknirinn sem fjarlægði kúluna úr höfði Jin, sagðist gríðarlega undrandi á því að kúlan hefði verið svo lengi í hausnum á henni án þess að valda stórskaða. „Sú staðreynd að kúlan missti hraða þegar hún fór í gegnum handlegg annars einstaklings og það að hún skaddaði engin lífsnauðsynleg svæði, virðist útskýra af hverju Jin lifði þetta af." sagði læknirinn.

Fréttavefurinn Ananova skýrir frá þessu í dag.  






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.