Stóriðjustefna stjórnvalda Ragnhildur Sigurðardóttir skrifar 10. maí 2007 10:26 Stóriðjustefna stjórnvalda óbreytt: Öllum, sem sátu fund frambjóðenda stjórnmálaflokkana í Þingborg 28. apríl sl, ætti að vera ljóst að komist Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur aftur til valda á næsta kjörtímabili þá verður ekkert hlé á stóriðjustefnu stjórnvalda. Eins og fjármálaráðherra sagði á fundinum "ef það verður hægt að selja orkuna þá verður virkjað". Allir vita að alltaf verður hægt að selja orku, svo fremi að hún verði boðin á nægilega lágu verði. Fullvirkjun Þjórsár: Skilaboðin voru skýr, stjórnarflokkarnir munu virkja alla neðri Þjórsá og sennilega Norðlingaölduveitu líka. Skoðanir landeigenda og íbúa Suðurlands skipta litlu máli. Fulltrúi Framsóknarflokks minntist þó á að hægt væri ef til vill að fella út Norðlingaölduveitu ef Sunnlendingar myndu orðalaust samþykkja virkjanir í neðri Þjórsá. Eins og margir vita þá hefur tilvera Norðlingaölduveitu verið notuð sem skiptimynt í hartnær 30 til 40 ár. Afleiðingar þess eru t.d. Kvíslaveitur og fyrsti áfangi Hellisheiðarvirkjunar. En, eins og Framsóknarflokkurinn segir, "árangur áfram..", ef hægt er að selja sömu bykkjuna aftur og aftur þá er engin ástæða til að hætta því! Orkuverðið og ábyrgð fjármálaráðherra: Spurður um orkuverð til stóriðju þá svaraði fjármálaráðherra á Þingborgarfundinum "að hann vissi það ekki og passaði sig á því að komast ekki að því vegna þess að hann væri hræddur um að missa það út úr sér". Ástæða þess að hættulegt er fyrir fjármálaráðherra að upplýsa þjóðina um verðið er ekki vegna þess að þessir örfáu aðilar sem keppast við að byggja hér álver hafa ekki fullar upplýsingar um málið, heldur miklu fremur sú að ef þjóðin kæmist að því að hún væri með orkureikningum sínum að greiða niður orkuverð til stóriðju, þá gæti þjóðin að öllum líkinum hafið mál á hendur stjórnvöldum vegna brots á samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. Evrópusambandið gæti svo sem fundið upp á því sjálft. Það er samt hálf hrollvekjandi að reyndur stjórnmálamaður og fjármálaráðherra skuli viljandi halda sjálfum sér óupplýstum um fjármálaskuldbindingar ríkisins á þeim forsendum að hann sé hræddur við að spreða viðkvæmum upplýsingum um víðan völl. Þetta er maðurinn sem veitir orkufyrirtækjum ríkisábyrgðir fyrir okkar hönd á lán til stórvirkjana. Sala orkufyrirtækja: Nú hefur ríkisstjórn Íslands hafið sölu orkufyrirtækja þjóðarinnar með sölunni á hlut ríkisins á Hitaveitu Suðurnesja. Forstjórinn sagði þegar hann lýsti sig ánægðan með söluna að nú hefði fyrirtækið loksins fjárhagslegt bolmagn til að fullvirkja allan Reykjanesskagann, þar með bæði Brennisteinsfjöll og Krýsuvík. Oftsinnis hefur borið á góma að núverandi stjórnarflokkar muni á næstu árum hefja einnig sölu Landvirkjunar. Gera má ráð fyrir að baráttan um orkuauðlindirnar verði enn hatrammari eftir sölu orkufyrirtækjanna, en næsta víst er að orkureikningar landsmanna komi til með að hækka í kjölfarið. Landsvirkjun helgar sér land við SprengisandsvegAðgengi þjóðarinnar að landinu: Einn af alvarlegri hliðarverkunum af sölu orkufyrirtækja er aðgengi og umráðréttur þjóðarinnar yfir landi sínu. Ríkisstjórnin hefur tekið land á Suðurlandi með þjóðlendulögum og áformar að gefa Landsvirkjun. Allir þeir sem ekið hafa norður Sprengisandsveg sjá að landnám Landsvirkjunar nær langt út fyrir veitur, lón og mannvirki. Ef ekið er norður að Nýjadal eru að minnsta kosti 13 skilti, sem prýða vel flesta hliðarvegi við Sprengisandsleið. Á skiltunum stendur "Innakstur bannaður; Nema starfsmenn - Staff only". Gera má fastlega ráð fyrir að hér sé átt við starfsmenn Landsvirkjunar. Landsvirkjun hefur því afmarkað sér umráðarétt á miðhálendinu sem í raun samsvarar breiðu belti meðfram örðum aðalhálendisvegi landsins. Framtíðarsýnin er ekki björt þar sem þegar eru hafnar orkurannsóknir bæði við Kerlingarfjöll og Hágöngur. Landnám orkufyrirtækja og takmarkað aðgengi þjóðarinnar eykst stórlega við að fá eitt stykki Hellisheiðarvirkjun á hvorn stað fyrir sig með tilheyrandi vegagerð og raski. Kjósendur á Íslandi verða að átta sig á því að þeir geta haft áhrif á þessa þróun 12. maí næstkomandi. Það tækifæri gæti verið okkar síðasta. Kjósum með náttúrunni, þjóðinni allri og afkomendum okkar til velferðar.Ragnhildur Sigurðardóttir situr 2. sæti lista Íslandshreyfingarinnar á Suðurlandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Stóriðjustefna stjórnvalda óbreytt: Öllum, sem sátu fund frambjóðenda stjórnmálaflokkana í Þingborg 28. apríl sl, ætti að vera ljóst að komist Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur aftur til valda á næsta kjörtímabili þá verður ekkert hlé á stóriðjustefnu stjórnvalda. Eins og fjármálaráðherra sagði á fundinum "ef það verður hægt að selja orkuna þá verður virkjað". Allir vita að alltaf verður hægt að selja orku, svo fremi að hún verði boðin á nægilega lágu verði. Fullvirkjun Þjórsár: Skilaboðin voru skýr, stjórnarflokkarnir munu virkja alla neðri Þjórsá og sennilega Norðlingaölduveitu líka. Skoðanir landeigenda og íbúa Suðurlands skipta litlu máli. Fulltrúi Framsóknarflokks minntist þó á að hægt væri ef til vill að fella út Norðlingaölduveitu ef Sunnlendingar myndu orðalaust samþykkja virkjanir í neðri Þjórsá. Eins og margir vita þá hefur tilvera Norðlingaölduveitu verið notuð sem skiptimynt í hartnær 30 til 40 ár. Afleiðingar þess eru t.d. Kvíslaveitur og fyrsti áfangi Hellisheiðarvirkjunar. En, eins og Framsóknarflokkurinn segir, "árangur áfram..", ef hægt er að selja sömu bykkjuna aftur og aftur þá er engin ástæða til að hætta því! Orkuverðið og ábyrgð fjármálaráðherra: Spurður um orkuverð til stóriðju þá svaraði fjármálaráðherra á Þingborgarfundinum "að hann vissi það ekki og passaði sig á því að komast ekki að því vegna þess að hann væri hræddur um að missa það út úr sér". Ástæða þess að hættulegt er fyrir fjármálaráðherra að upplýsa þjóðina um verðið er ekki vegna þess að þessir örfáu aðilar sem keppast við að byggja hér álver hafa ekki fullar upplýsingar um málið, heldur miklu fremur sú að ef þjóðin kæmist að því að hún væri með orkureikningum sínum að greiða niður orkuverð til stóriðju, þá gæti þjóðin að öllum líkinum hafið mál á hendur stjórnvöldum vegna brots á samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. Evrópusambandið gæti svo sem fundið upp á því sjálft. Það er samt hálf hrollvekjandi að reyndur stjórnmálamaður og fjármálaráðherra skuli viljandi halda sjálfum sér óupplýstum um fjármálaskuldbindingar ríkisins á þeim forsendum að hann sé hræddur við að spreða viðkvæmum upplýsingum um víðan völl. Þetta er maðurinn sem veitir orkufyrirtækjum ríkisábyrgðir fyrir okkar hönd á lán til stórvirkjana. Sala orkufyrirtækja: Nú hefur ríkisstjórn Íslands hafið sölu orkufyrirtækja þjóðarinnar með sölunni á hlut ríkisins á Hitaveitu Suðurnesja. Forstjórinn sagði þegar hann lýsti sig ánægðan með söluna að nú hefði fyrirtækið loksins fjárhagslegt bolmagn til að fullvirkja allan Reykjanesskagann, þar með bæði Brennisteinsfjöll og Krýsuvík. Oftsinnis hefur borið á góma að núverandi stjórnarflokkar muni á næstu árum hefja einnig sölu Landvirkjunar. Gera má ráð fyrir að baráttan um orkuauðlindirnar verði enn hatrammari eftir sölu orkufyrirtækjanna, en næsta víst er að orkureikningar landsmanna komi til með að hækka í kjölfarið. Landsvirkjun helgar sér land við SprengisandsvegAðgengi þjóðarinnar að landinu: Einn af alvarlegri hliðarverkunum af sölu orkufyrirtækja er aðgengi og umráðréttur þjóðarinnar yfir landi sínu. Ríkisstjórnin hefur tekið land á Suðurlandi með þjóðlendulögum og áformar að gefa Landsvirkjun. Allir þeir sem ekið hafa norður Sprengisandsveg sjá að landnám Landsvirkjunar nær langt út fyrir veitur, lón og mannvirki. Ef ekið er norður að Nýjadal eru að minnsta kosti 13 skilti, sem prýða vel flesta hliðarvegi við Sprengisandsleið. Á skiltunum stendur "Innakstur bannaður; Nema starfsmenn - Staff only". Gera má fastlega ráð fyrir að hér sé átt við starfsmenn Landsvirkjunar. Landsvirkjun hefur því afmarkað sér umráðarétt á miðhálendinu sem í raun samsvarar breiðu belti meðfram örðum aðalhálendisvegi landsins. Framtíðarsýnin er ekki björt þar sem þegar eru hafnar orkurannsóknir bæði við Kerlingarfjöll og Hágöngur. Landnám orkufyrirtækja og takmarkað aðgengi þjóðarinnar eykst stórlega við að fá eitt stykki Hellisheiðarvirkjun á hvorn stað fyrir sig með tilheyrandi vegagerð og raski. Kjósendur á Íslandi verða að átta sig á því að þeir geta haft áhrif á þessa þróun 12. maí næstkomandi. Það tækifæri gæti verið okkar síðasta. Kjósum með náttúrunni, þjóðinni allri og afkomendum okkar til velferðar.Ragnhildur Sigurðardóttir situr 2. sæti lista Íslandshreyfingarinnar á Suðurlandi.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar