Stóriðjustefna stjórnvalda Ragnhildur Sigurðardóttir skrifar 10. maí 2007 10:26 Stóriðjustefna stjórnvalda óbreytt: Öllum, sem sátu fund frambjóðenda stjórnmálaflokkana í Þingborg 28. apríl sl, ætti að vera ljóst að komist Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur aftur til valda á næsta kjörtímabili þá verður ekkert hlé á stóriðjustefnu stjórnvalda. Eins og fjármálaráðherra sagði á fundinum "ef það verður hægt að selja orkuna þá verður virkjað". Allir vita að alltaf verður hægt að selja orku, svo fremi að hún verði boðin á nægilega lágu verði. Fullvirkjun Þjórsár: Skilaboðin voru skýr, stjórnarflokkarnir munu virkja alla neðri Þjórsá og sennilega Norðlingaölduveitu líka. Skoðanir landeigenda og íbúa Suðurlands skipta litlu máli. Fulltrúi Framsóknarflokks minntist þó á að hægt væri ef til vill að fella út Norðlingaölduveitu ef Sunnlendingar myndu orðalaust samþykkja virkjanir í neðri Þjórsá. Eins og margir vita þá hefur tilvera Norðlingaölduveitu verið notuð sem skiptimynt í hartnær 30 til 40 ár. Afleiðingar þess eru t.d. Kvíslaveitur og fyrsti áfangi Hellisheiðarvirkjunar. En, eins og Framsóknarflokkurinn segir, "árangur áfram..", ef hægt er að selja sömu bykkjuna aftur og aftur þá er engin ástæða til að hætta því! Orkuverðið og ábyrgð fjármálaráðherra: Spurður um orkuverð til stóriðju þá svaraði fjármálaráðherra á Þingborgarfundinum "að hann vissi það ekki og passaði sig á því að komast ekki að því vegna þess að hann væri hræddur um að missa það út úr sér". Ástæða þess að hættulegt er fyrir fjármálaráðherra að upplýsa þjóðina um verðið er ekki vegna þess að þessir örfáu aðilar sem keppast við að byggja hér álver hafa ekki fullar upplýsingar um málið, heldur miklu fremur sú að ef þjóðin kæmist að því að hún væri með orkureikningum sínum að greiða niður orkuverð til stóriðju, þá gæti þjóðin að öllum líkinum hafið mál á hendur stjórnvöldum vegna brots á samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. Evrópusambandið gæti svo sem fundið upp á því sjálft. Það er samt hálf hrollvekjandi að reyndur stjórnmálamaður og fjármálaráðherra skuli viljandi halda sjálfum sér óupplýstum um fjármálaskuldbindingar ríkisins á þeim forsendum að hann sé hræddur við að spreða viðkvæmum upplýsingum um víðan völl. Þetta er maðurinn sem veitir orkufyrirtækjum ríkisábyrgðir fyrir okkar hönd á lán til stórvirkjana. Sala orkufyrirtækja: Nú hefur ríkisstjórn Íslands hafið sölu orkufyrirtækja þjóðarinnar með sölunni á hlut ríkisins á Hitaveitu Suðurnesja. Forstjórinn sagði þegar hann lýsti sig ánægðan með söluna að nú hefði fyrirtækið loksins fjárhagslegt bolmagn til að fullvirkja allan Reykjanesskagann, þar með bæði Brennisteinsfjöll og Krýsuvík. Oftsinnis hefur borið á góma að núverandi stjórnarflokkar muni á næstu árum hefja einnig sölu Landvirkjunar. Gera má ráð fyrir að baráttan um orkuauðlindirnar verði enn hatrammari eftir sölu orkufyrirtækjanna, en næsta víst er að orkureikningar landsmanna komi til með að hækka í kjölfarið. Landsvirkjun helgar sér land við SprengisandsvegAðgengi þjóðarinnar að landinu: Einn af alvarlegri hliðarverkunum af sölu orkufyrirtækja er aðgengi og umráðréttur þjóðarinnar yfir landi sínu. Ríkisstjórnin hefur tekið land á Suðurlandi með þjóðlendulögum og áformar að gefa Landsvirkjun. Allir þeir sem ekið hafa norður Sprengisandsveg sjá að landnám Landsvirkjunar nær langt út fyrir veitur, lón og mannvirki. Ef ekið er norður að Nýjadal eru að minnsta kosti 13 skilti, sem prýða vel flesta hliðarvegi við Sprengisandsleið. Á skiltunum stendur "Innakstur bannaður; Nema starfsmenn - Staff only". Gera má fastlega ráð fyrir að hér sé átt við starfsmenn Landsvirkjunar. Landsvirkjun hefur því afmarkað sér umráðarétt á miðhálendinu sem í raun samsvarar breiðu belti meðfram örðum aðalhálendisvegi landsins. Framtíðarsýnin er ekki björt þar sem þegar eru hafnar orkurannsóknir bæði við Kerlingarfjöll og Hágöngur. Landnám orkufyrirtækja og takmarkað aðgengi þjóðarinnar eykst stórlega við að fá eitt stykki Hellisheiðarvirkjun á hvorn stað fyrir sig með tilheyrandi vegagerð og raski. Kjósendur á Íslandi verða að átta sig á því að þeir geta haft áhrif á þessa þróun 12. maí næstkomandi. Það tækifæri gæti verið okkar síðasta. Kjósum með náttúrunni, þjóðinni allri og afkomendum okkar til velferðar.Ragnhildur Sigurðardóttir situr 2. sæti lista Íslandshreyfingarinnar á Suðurlandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Stóriðjustefna stjórnvalda óbreytt: Öllum, sem sátu fund frambjóðenda stjórnmálaflokkana í Þingborg 28. apríl sl, ætti að vera ljóst að komist Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur aftur til valda á næsta kjörtímabili þá verður ekkert hlé á stóriðjustefnu stjórnvalda. Eins og fjármálaráðherra sagði á fundinum "ef það verður hægt að selja orkuna þá verður virkjað". Allir vita að alltaf verður hægt að selja orku, svo fremi að hún verði boðin á nægilega lágu verði. Fullvirkjun Þjórsár: Skilaboðin voru skýr, stjórnarflokkarnir munu virkja alla neðri Þjórsá og sennilega Norðlingaölduveitu líka. Skoðanir landeigenda og íbúa Suðurlands skipta litlu máli. Fulltrúi Framsóknarflokks minntist þó á að hægt væri ef til vill að fella út Norðlingaölduveitu ef Sunnlendingar myndu orðalaust samþykkja virkjanir í neðri Þjórsá. Eins og margir vita þá hefur tilvera Norðlingaölduveitu verið notuð sem skiptimynt í hartnær 30 til 40 ár. Afleiðingar þess eru t.d. Kvíslaveitur og fyrsti áfangi Hellisheiðarvirkjunar. En, eins og Framsóknarflokkurinn segir, "árangur áfram..", ef hægt er að selja sömu bykkjuna aftur og aftur þá er engin ástæða til að hætta því! Orkuverðið og ábyrgð fjármálaráðherra: Spurður um orkuverð til stóriðju þá svaraði fjármálaráðherra á Þingborgarfundinum "að hann vissi það ekki og passaði sig á því að komast ekki að því vegna þess að hann væri hræddur um að missa það út úr sér". Ástæða þess að hættulegt er fyrir fjármálaráðherra að upplýsa þjóðina um verðið er ekki vegna þess að þessir örfáu aðilar sem keppast við að byggja hér álver hafa ekki fullar upplýsingar um málið, heldur miklu fremur sú að ef þjóðin kæmist að því að hún væri með orkureikningum sínum að greiða niður orkuverð til stóriðju, þá gæti þjóðin að öllum líkinum hafið mál á hendur stjórnvöldum vegna brots á samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. Evrópusambandið gæti svo sem fundið upp á því sjálft. Það er samt hálf hrollvekjandi að reyndur stjórnmálamaður og fjármálaráðherra skuli viljandi halda sjálfum sér óupplýstum um fjármálaskuldbindingar ríkisins á þeim forsendum að hann sé hræddur við að spreða viðkvæmum upplýsingum um víðan völl. Þetta er maðurinn sem veitir orkufyrirtækjum ríkisábyrgðir fyrir okkar hönd á lán til stórvirkjana. Sala orkufyrirtækja: Nú hefur ríkisstjórn Íslands hafið sölu orkufyrirtækja þjóðarinnar með sölunni á hlut ríkisins á Hitaveitu Suðurnesja. Forstjórinn sagði þegar hann lýsti sig ánægðan með söluna að nú hefði fyrirtækið loksins fjárhagslegt bolmagn til að fullvirkja allan Reykjanesskagann, þar með bæði Brennisteinsfjöll og Krýsuvík. Oftsinnis hefur borið á góma að núverandi stjórnarflokkar muni á næstu árum hefja einnig sölu Landvirkjunar. Gera má ráð fyrir að baráttan um orkuauðlindirnar verði enn hatrammari eftir sölu orkufyrirtækjanna, en næsta víst er að orkureikningar landsmanna komi til með að hækka í kjölfarið. Landsvirkjun helgar sér land við SprengisandsvegAðgengi þjóðarinnar að landinu: Einn af alvarlegri hliðarverkunum af sölu orkufyrirtækja er aðgengi og umráðréttur þjóðarinnar yfir landi sínu. Ríkisstjórnin hefur tekið land á Suðurlandi með þjóðlendulögum og áformar að gefa Landsvirkjun. Allir þeir sem ekið hafa norður Sprengisandsveg sjá að landnám Landsvirkjunar nær langt út fyrir veitur, lón og mannvirki. Ef ekið er norður að Nýjadal eru að minnsta kosti 13 skilti, sem prýða vel flesta hliðarvegi við Sprengisandsleið. Á skiltunum stendur "Innakstur bannaður; Nema starfsmenn - Staff only". Gera má fastlega ráð fyrir að hér sé átt við starfsmenn Landsvirkjunar. Landsvirkjun hefur því afmarkað sér umráðarétt á miðhálendinu sem í raun samsvarar breiðu belti meðfram örðum aðalhálendisvegi landsins. Framtíðarsýnin er ekki björt þar sem þegar eru hafnar orkurannsóknir bæði við Kerlingarfjöll og Hágöngur. Landnám orkufyrirtækja og takmarkað aðgengi þjóðarinnar eykst stórlega við að fá eitt stykki Hellisheiðarvirkjun á hvorn stað fyrir sig með tilheyrandi vegagerð og raski. Kjósendur á Íslandi verða að átta sig á því að þeir geta haft áhrif á þessa þróun 12. maí næstkomandi. Það tækifæri gæti verið okkar síðasta. Kjósum með náttúrunni, þjóðinni allri og afkomendum okkar til velferðar.Ragnhildur Sigurðardóttir situr 2. sæti lista Íslandshreyfingarinnar á Suðurlandi.
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar