Stóriðjustefna stjórnvalda Ragnhildur Sigurðardóttir skrifar 10. maí 2007 10:26 Stóriðjustefna stjórnvalda óbreytt: Öllum, sem sátu fund frambjóðenda stjórnmálaflokkana í Þingborg 28. apríl sl, ætti að vera ljóst að komist Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur aftur til valda á næsta kjörtímabili þá verður ekkert hlé á stóriðjustefnu stjórnvalda. Eins og fjármálaráðherra sagði á fundinum "ef það verður hægt að selja orkuna þá verður virkjað". Allir vita að alltaf verður hægt að selja orku, svo fremi að hún verði boðin á nægilega lágu verði. Fullvirkjun Þjórsár: Skilaboðin voru skýr, stjórnarflokkarnir munu virkja alla neðri Þjórsá og sennilega Norðlingaölduveitu líka. Skoðanir landeigenda og íbúa Suðurlands skipta litlu máli. Fulltrúi Framsóknarflokks minntist þó á að hægt væri ef til vill að fella út Norðlingaölduveitu ef Sunnlendingar myndu orðalaust samþykkja virkjanir í neðri Þjórsá. Eins og margir vita þá hefur tilvera Norðlingaölduveitu verið notuð sem skiptimynt í hartnær 30 til 40 ár. Afleiðingar þess eru t.d. Kvíslaveitur og fyrsti áfangi Hellisheiðarvirkjunar. En, eins og Framsóknarflokkurinn segir, "árangur áfram..", ef hægt er að selja sömu bykkjuna aftur og aftur þá er engin ástæða til að hætta því! Orkuverðið og ábyrgð fjármálaráðherra: Spurður um orkuverð til stóriðju þá svaraði fjármálaráðherra á Þingborgarfundinum "að hann vissi það ekki og passaði sig á því að komast ekki að því vegna þess að hann væri hræddur um að missa það út úr sér". Ástæða þess að hættulegt er fyrir fjármálaráðherra að upplýsa þjóðina um verðið er ekki vegna þess að þessir örfáu aðilar sem keppast við að byggja hér álver hafa ekki fullar upplýsingar um málið, heldur miklu fremur sú að ef þjóðin kæmist að því að hún væri með orkureikningum sínum að greiða niður orkuverð til stóriðju, þá gæti þjóðin að öllum líkinum hafið mál á hendur stjórnvöldum vegna brots á samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. Evrópusambandið gæti svo sem fundið upp á því sjálft. Það er samt hálf hrollvekjandi að reyndur stjórnmálamaður og fjármálaráðherra skuli viljandi halda sjálfum sér óupplýstum um fjármálaskuldbindingar ríkisins á þeim forsendum að hann sé hræddur við að spreða viðkvæmum upplýsingum um víðan völl. Þetta er maðurinn sem veitir orkufyrirtækjum ríkisábyrgðir fyrir okkar hönd á lán til stórvirkjana. Sala orkufyrirtækja: Nú hefur ríkisstjórn Íslands hafið sölu orkufyrirtækja þjóðarinnar með sölunni á hlut ríkisins á Hitaveitu Suðurnesja. Forstjórinn sagði þegar hann lýsti sig ánægðan með söluna að nú hefði fyrirtækið loksins fjárhagslegt bolmagn til að fullvirkja allan Reykjanesskagann, þar með bæði Brennisteinsfjöll og Krýsuvík. Oftsinnis hefur borið á góma að núverandi stjórnarflokkar muni á næstu árum hefja einnig sölu Landvirkjunar. Gera má ráð fyrir að baráttan um orkuauðlindirnar verði enn hatrammari eftir sölu orkufyrirtækjanna, en næsta víst er að orkureikningar landsmanna komi til með að hækka í kjölfarið. Landsvirkjun helgar sér land við SprengisandsvegAðgengi þjóðarinnar að landinu: Einn af alvarlegri hliðarverkunum af sölu orkufyrirtækja er aðgengi og umráðréttur þjóðarinnar yfir landi sínu. Ríkisstjórnin hefur tekið land á Suðurlandi með þjóðlendulögum og áformar að gefa Landsvirkjun. Allir þeir sem ekið hafa norður Sprengisandsveg sjá að landnám Landsvirkjunar nær langt út fyrir veitur, lón og mannvirki. Ef ekið er norður að Nýjadal eru að minnsta kosti 13 skilti, sem prýða vel flesta hliðarvegi við Sprengisandsleið. Á skiltunum stendur "Innakstur bannaður; Nema starfsmenn - Staff only". Gera má fastlega ráð fyrir að hér sé átt við starfsmenn Landsvirkjunar. Landsvirkjun hefur því afmarkað sér umráðarétt á miðhálendinu sem í raun samsvarar breiðu belti meðfram örðum aðalhálendisvegi landsins. Framtíðarsýnin er ekki björt þar sem þegar eru hafnar orkurannsóknir bæði við Kerlingarfjöll og Hágöngur. Landnám orkufyrirtækja og takmarkað aðgengi þjóðarinnar eykst stórlega við að fá eitt stykki Hellisheiðarvirkjun á hvorn stað fyrir sig með tilheyrandi vegagerð og raski. Kjósendur á Íslandi verða að átta sig á því að þeir geta haft áhrif á þessa þróun 12. maí næstkomandi. Það tækifæri gæti verið okkar síðasta. Kjósum með náttúrunni, þjóðinni allri og afkomendum okkar til velferðar.Ragnhildur Sigurðardóttir situr 2. sæti lista Íslandshreyfingarinnar á Suðurlandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Sjá meira
Stóriðjustefna stjórnvalda óbreytt: Öllum, sem sátu fund frambjóðenda stjórnmálaflokkana í Þingborg 28. apríl sl, ætti að vera ljóst að komist Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur aftur til valda á næsta kjörtímabili þá verður ekkert hlé á stóriðjustefnu stjórnvalda. Eins og fjármálaráðherra sagði á fundinum "ef það verður hægt að selja orkuna þá verður virkjað". Allir vita að alltaf verður hægt að selja orku, svo fremi að hún verði boðin á nægilega lágu verði. Fullvirkjun Þjórsár: Skilaboðin voru skýr, stjórnarflokkarnir munu virkja alla neðri Þjórsá og sennilega Norðlingaölduveitu líka. Skoðanir landeigenda og íbúa Suðurlands skipta litlu máli. Fulltrúi Framsóknarflokks minntist þó á að hægt væri ef til vill að fella út Norðlingaölduveitu ef Sunnlendingar myndu orðalaust samþykkja virkjanir í neðri Þjórsá. Eins og margir vita þá hefur tilvera Norðlingaölduveitu verið notuð sem skiptimynt í hartnær 30 til 40 ár. Afleiðingar þess eru t.d. Kvíslaveitur og fyrsti áfangi Hellisheiðarvirkjunar. En, eins og Framsóknarflokkurinn segir, "árangur áfram..", ef hægt er að selja sömu bykkjuna aftur og aftur þá er engin ástæða til að hætta því! Orkuverðið og ábyrgð fjármálaráðherra: Spurður um orkuverð til stóriðju þá svaraði fjármálaráðherra á Þingborgarfundinum "að hann vissi það ekki og passaði sig á því að komast ekki að því vegna þess að hann væri hræddur um að missa það út úr sér". Ástæða þess að hættulegt er fyrir fjármálaráðherra að upplýsa þjóðina um verðið er ekki vegna þess að þessir örfáu aðilar sem keppast við að byggja hér álver hafa ekki fullar upplýsingar um málið, heldur miklu fremur sú að ef þjóðin kæmist að því að hún væri með orkureikningum sínum að greiða niður orkuverð til stóriðju, þá gæti þjóðin að öllum líkinum hafið mál á hendur stjórnvöldum vegna brots á samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. Evrópusambandið gæti svo sem fundið upp á því sjálft. Það er samt hálf hrollvekjandi að reyndur stjórnmálamaður og fjármálaráðherra skuli viljandi halda sjálfum sér óupplýstum um fjármálaskuldbindingar ríkisins á þeim forsendum að hann sé hræddur við að spreða viðkvæmum upplýsingum um víðan völl. Þetta er maðurinn sem veitir orkufyrirtækjum ríkisábyrgðir fyrir okkar hönd á lán til stórvirkjana. Sala orkufyrirtækja: Nú hefur ríkisstjórn Íslands hafið sölu orkufyrirtækja þjóðarinnar með sölunni á hlut ríkisins á Hitaveitu Suðurnesja. Forstjórinn sagði þegar hann lýsti sig ánægðan með söluna að nú hefði fyrirtækið loksins fjárhagslegt bolmagn til að fullvirkja allan Reykjanesskagann, þar með bæði Brennisteinsfjöll og Krýsuvík. Oftsinnis hefur borið á góma að núverandi stjórnarflokkar muni á næstu árum hefja einnig sölu Landvirkjunar. Gera má ráð fyrir að baráttan um orkuauðlindirnar verði enn hatrammari eftir sölu orkufyrirtækjanna, en næsta víst er að orkureikningar landsmanna komi til með að hækka í kjölfarið. Landsvirkjun helgar sér land við SprengisandsvegAðgengi þjóðarinnar að landinu: Einn af alvarlegri hliðarverkunum af sölu orkufyrirtækja er aðgengi og umráðréttur þjóðarinnar yfir landi sínu. Ríkisstjórnin hefur tekið land á Suðurlandi með þjóðlendulögum og áformar að gefa Landsvirkjun. Allir þeir sem ekið hafa norður Sprengisandsveg sjá að landnám Landsvirkjunar nær langt út fyrir veitur, lón og mannvirki. Ef ekið er norður að Nýjadal eru að minnsta kosti 13 skilti, sem prýða vel flesta hliðarvegi við Sprengisandsleið. Á skiltunum stendur "Innakstur bannaður; Nema starfsmenn - Staff only". Gera má fastlega ráð fyrir að hér sé átt við starfsmenn Landsvirkjunar. Landsvirkjun hefur því afmarkað sér umráðarétt á miðhálendinu sem í raun samsvarar breiðu belti meðfram örðum aðalhálendisvegi landsins. Framtíðarsýnin er ekki björt þar sem þegar eru hafnar orkurannsóknir bæði við Kerlingarfjöll og Hágöngur. Landnám orkufyrirtækja og takmarkað aðgengi þjóðarinnar eykst stórlega við að fá eitt stykki Hellisheiðarvirkjun á hvorn stað fyrir sig með tilheyrandi vegagerð og raski. Kjósendur á Íslandi verða að átta sig á því að þeir geta haft áhrif á þessa þróun 12. maí næstkomandi. Það tækifæri gæti verið okkar síðasta. Kjósum með náttúrunni, þjóðinni allri og afkomendum okkar til velferðar.Ragnhildur Sigurðardóttir situr 2. sæti lista Íslandshreyfingarinnar á Suðurlandi.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun