Lífið

Málhaltir gamlingjar ekki eftirsóttir í kvikmyndir

Kirk Douglas ásamt konu sinni Anne á Óskarsverðlaunahátíðinni 2004.
Kirk Douglas ásamt konu sinni Anne á Óskarsverðlaunahátíðinni 2004. MYND/AP

Kvikmyndaleikarinn Kirk Douglas hefur gefið út bókina „Let´s face it". Í henni fer hann mikinn um ástand heimsins í dag auk þess sem hann fjallar um einkalíf sitt á opinskáan hátt. Og hann segist vera tilbúinn í fleiri hlutverk; „vandamálið er að það eru ekki mörg hlutverk fyrir málhalta gamlingja."

Erfiðleikar í tali eru afleiðing hjartaáfalls sem Kirk fékk árið 1991. Að öðru leiti er ekki hægt að merkja háan aldur leikarans sem varð níræður í desember. Hann fer í æfingasalinn á hverjum degi, en segir helsta ókost aldursins vera þann að missa vini sína.

Þetta er níunda bók hins níræða kvikmyndaleikara sem hefur leikið í meira en 80 myndum.

Í bókinni ræðir leikarinn meðal annars um Eric son sinn sem átti í miklum erfiðleikum og lést 42 ára eftir að taka of stófan skammt af eiturlyfjum í New York.

Leikarinn segist hafa byrjað lífið sem þjófur. Hann hafi stolið tómötum og eggjum sem hann át hrá. Eftir margítrekaða þjófnaði gómaði bóndi nokkur hann og Kirk hét því að hverfa af glæpabrautinni, sem hann gerði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.