Lífið

Seðlaveski kvennabósa finnst eftir 55 ár

Par kyssist í aftursæti gamallar bifreiðar.
Par kyssist í aftursæti gamallar bifreiðar. MYND/Getty

Seðlaveski sem rann úr vasa karlmanns í rómantísku faðmlagi fyrir 55 árum hefur nú fundið eiganda sinn að nýju. Veskið fannst í aftursæti gamallar bifreiðar þegar tveir bílasafnarar skoðuðu möguleika á endurbótum. Eftir leit á internetinu fundu þeir eigandann Glenn Goodlove.

Veskið missti hann í baksæti 1946 árgerðar af Hudson bifreiðinni sem hann átti þegar hann bjó í Everett í Washington. Það mun hafa runnið úr vasa hans þegar hann kyssti stúlku er hann var í leyfi frá bandaríska sjóhernum.

Glenn sagði Idaho Twin Falls Times-News að líklega hafi hann verið að kela við stúlkuna í aftursætinu, eins og hans hafi verið von og vísa á þeim tíma.

Bílasafnararnir John Beck og Chuck Merril eru á sjötugs- og áttræðisaldri. Þeir voru undrandi þegar þeir fundu veskið fyrir tilviljun undir baksætinu. Inni í því voru einungis smápeningar og tíu dala seðill auk ökuskírteinis og nokkurra kvittana frá skartgripasölum.

Allar voru nóturnar frá árinu 1952 og í nafni Glenn Putnam. Þegar þeir loks höfðu upp á eigandanum kom í ljós að hann hafði breytt nafni sínu í Glen Goodlove síðar og flutt til San Diego í Kaliforníu.

Bíllinn gekk eigenda á milli frá árinu 1952 og endaði í Idaho þar sem bílasafnararnir fundu hann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.