Erlent

Bayrou neitar að styðja annaðhvort Sarkozy eða Royal

Francois Bayrou, frambjóðandi miðjumanna í forsetakosningunum í Frakklandi sem fram fóru á sunnudag, segist ekki ætla lýsa yfir stuðningi við annan hvorn frambjóðandann í seinni umferð kosninganna sem fram fer 6. maí.

Á blaðamannafundi í dag sagði Bayrou að það væri í höndum stuðningsmanna hans að meta það sjálfir hvort þeir styddu hægri manninn Nicolas Sarkozy eða sósíalistann Segolene Royal sem fengu flest atkvæði á sunnudaginn var.

Beðið hafði verið eftir yfirlýsingu Bayrous með mikilli eftirvæntingu eftir að ljóst varð að hann endaði í þriðja sæti í fyrri umferð kosninganna. Var talið að stuðningur hans við annan hvorn frambjóðann gæti ráðið miklu um niðurstöðu kosninganna 6. maí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×