Innlent

Svikin loforð rót vandans

Sviðsstjóri geðdeilda Landspítalans segir rúmlega fimmtíu sjúklinga bíða inn á deildum spítalans eftir viðvarandi búsetuúrræðum. Vegna þeirra komast ekki aðrir sjúklingar að inn á geðdeildir spítalans því þær séu ætíð yfirfullar. Hún segir svikin loforð stjórnvalda við geðsjúka varðandi búsetuúrræði rót vandans.



Mikið hefur verið fjallað um aðstæður geðsjúkra á Landspítalanum í fréttum undanfarna daga. Greint var frá því að þunglyndissjúklingur í sjálfsvígshættu hefði verið vistaður inn á salerni deildarinnar í tvo daga í síðustu viku við heldur slæmar aðstæður.

Eydís Sveinbjarnardóttir sviðsstjóri geðdeilda Landspítalans segir helstu skýringu vera þá að deildirnar eru ætíð yfirfullar. Ekki sé ætlunin að leggja sjúklinga inn á skolherbergi, salerni eða viðtalsherbergi en þegar fjöldinn sé það mikill neyðist deildin til að grípa til þeirra úrræða.

Eydís segir rót vandans vera hagræðingu spítalans undanfarin ár og svikin loforð við geðsjúka varðandi búsetuúrræði. Hún segir skelfilegt að þurfa bjóða geðsjúkum upp á aðstæður sem þessar og segir hálfgert neyðarástand ríkja á spítalanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×