Innlent

Lögreglan verst frétta

Ekkert hefur enn komið út úr rannsókn lögreglu á eldsupptökum í miðbæ Reykjavíkur síðastliðinn miðvikudag og verst lögregla allra frétta í málinu.

Fram hefur komið að lögregla útiloki ekki íkveikju en ekkert er þó staðfest í þeim efnum. Rannsókn lögreglu lauk formlega á föstudag. Að henni lokinni fékk Vátryggingafélagið vettvanginn í hendur og er nú verið að meta hversu mikið tjónið er. Forstjóri félagsins sagði í fréttum okkar í gær að tjónið hlypi á hundruðum milljóna og er það eitt stærsta hjá VÍS í áratug.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×