Innlent

Dæmdur fyrir að aka undir áhrifum fjölmargra fíkniefna

Var undir áhrifum fjögurra mismunandi fíkniefna.
Var undir áhrifum fjögurra mismunandi fíkniefna. MYND/365

Karlmaður var í dag dæmdur í Héraðsdómi Suðurlands til að greiða 180 króna sekt í ríkissjóð fyrir meðal annars brot gegn fíkniefna- og umferðarlögum. Maðurinn keyrði undir áhrifum fjölmargra fíkniefna frá Ölfusborgum í átt að Reykjavík en endaði úti í hrauni á Hellisheiðinni.

Það var í septembermánuði í fyrra að maðurinn ók bifreið sinni frá Ölfusborgum, vestur Suðurlandsveg áleiðis til Reykjavíkur. Var hann án ökuréttinda og auk þess undir áhrifum MDMA, kókaíns, amfetamíns og tetrahýdrókannabínóls. Á miðri Hellisheiðinni ók maðurinn útaf og endaði úti í hrauni þar sem bifreiðin skemmdist talsvert. Við leit á ákærða fann lögreglan 1,09 grömm af tóbaksblönduðu kannabisefni og 5,56 grömm af amfetamíni.

Þá var manninum gert að hafa, ásamt sambýliskonu sinni, stolið hjólbarða af bifreið sem stóð á plani fyrir utan lögreglustöðina á Selfossi. Dekkið setti hann síðan undir sinn eigin bíl og nýtti sér það þangað til lögreglan í Hafnarfirði stöðvaði hann hálfum mánuði seinna og haldlagði umræddan hjólbarða.

Í dómsorði kemur fram að ekki þótti sannað með nægjanlegum hætti að maðurinn hefði stolið hjólbarðanum og var hann því sýknaður af þeirri ákæru.

Sambýliskonu mannsins var gert að greiða 50 þúsund krónur í sekt.

Bæði hafa þau komist í kast við lögin áður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×