Innlent

Snjór á Akureyri á síðasta vetrardegi

Norðlendingar vöknuðu upp við nokkurra sentímetra jafnfallinn snjó í morgun eftir óvenju milda tíð undanfarið. Þótti sumum það skjóta skökku við þar sem sumardagurinn fyrsti er á morgun.

Fyrir nokkrum dögum mældist hiti 14 stig á Akureyri, íbúar glöddust í grillveislum eða huguðu að garðstörfum og lóan söng óð til vorsins. Nú er öldin önnur en það ætti þó ekki að koma Norðlendingum á óvart að snjór falli á þessum árstíma.

 

Þrestir eru meðal þeirra sem eru farnir að verpa en þeir virtust býsna kuldalegir greyin og svangir í morgun. En hvort frýs saman í nótt milli vetrar og sumars, á eftir að koma í ljós en samkvæmt þjóðtrúnni er það fyrir góðri sumartíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×