Ég hata ekki homma í alvörunni 14. mars 2007 18:09 Tim Hardaway hefur ekki átt sjö dagana sæla eftir dólgsleg ummæli sín í útvarpsþætti í síðasta mánuði. Þar sagðist hann hata homma. NordicPhotos/GettyImages Fyrrum körfuboltamaðurinn Tim Hardaway vill ólmur laga ímynd sína eftir að hann sagðist hata homma í útvarpsviðtali í síðasta mánuði. Ummæli Hardaway fóru á forsíður allra helstu fjölmiðla heimsins og í kjölfarið hefur hann átt erfitt uppdráttar á opinberum vettvangi. Hardaway átti til að mynda að koma fram um Stjörnuhelgina í Las Vegas á dögunum, en honum var kippt af lista þáttakenda í hátíðarhöldunum eftir þrumuræðu sína í útvarpsþættinum þar sem hann sagði meðal annars: "Ég hata homma. Ég vil ekki vera nálægt þeim og það er bara ekk rétt að vera samkynhneigður. Slíkt fólk ætti ekki að finnast - hvorki í Bandaríkjunum né annarsstaðar í heiminum." Hardaway segist sjá mikið eftir orðum sínum og átti meðal annars fund með David Stern forseta NBA deildarinnar fyrir nokkrum dögum. Hann vill umfram allt reyna að lappa upp á ímynd sína, en segist þó ekki hafa áhuga á því að tjá sig um ummæli John Amaechi vegna málsins. Amaechi er fyrrverandi leikmaður í NBA sem kom út úr skápnum um daginn og gaf út bók í tilefni þess. Það var í kjölfar þessa sem Hardaway sagði hug sinn í útvarpsviðtalinu. "Fólk hefur verið að reyna að sparka í mig liggjandi eftir að ég sagði þetta og blöðin hafa prentað sögur um mig þar sem því hefur verið haldið fram að konan mín hafi farið frá mér, en það er ekki rétt. Það er allt í lagi með fjölskylduna mína og fjármálin mín. Ég vil bara fá annað tækifæri til að lappa upp á ímynd mína, því ég er góður borgari. Ekki er ég sveiflandi byssum eða takandi eiturlyf. Þetta er hindrun sem ég þarf að komast yfir og ég verð að koma fólki í skilning um að ég hata ekki homma í alvörunni." Í viðtali við Miami Herald sagðist Hardaway ætla að leggja sitt af mörkum til að skilja samkynhneigða betur og ætlar hann að funda með fulltrúum samtaka samkynhneigðra í þeim tilgangi. Hardaway missti eitthvað af auglýsingasamningum eftir ummæli sín og lét til að mynda taka nafn sitt úr auglýsingaherferð fyrir bílaþvottastöð sína í Miami til að starfsfólkið yrði ekki fyrir ónæði. Pat Riley, þjálfari Miami, sem einnig þjálfaði Hardaway þegar hann spilaði með liðinu á síðasta áratug, á von á því að þjóðin muni fyrirgefa honum. "Við búum í landi og borg sem fyrirgefur," sagði Riley. NBA Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Sjá meira
Fyrrum körfuboltamaðurinn Tim Hardaway vill ólmur laga ímynd sína eftir að hann sagðist hata homma í útvarpsviðtali í síðasta mánuði. Ummæli Hardaway fóru á forsíður allra helstu fjölmiðla heimsins og í kjölfarið hefur hann átt erfitt uppdráttar á opinberum vettvangi. Hardaway átti til að mynda að koma fram um Stjörnuhelgina í Las Vegas á dögunum, en honum var kippt af lista þáttakenda í hátíðarhöldunum eftir þrumuræðu sína í útvarpsþættinum þar sem hann sagði meðal annars: "Ég hata homma. Ég vil ekki vera nálægt þeim og það er bara ekk rétt að vera samkynhneigður. Slíkt fólk ætti ekki að finnast - hvorki í Bandaríkjunum né annarsstaðar í heiminum." Hardaway segist sjá mikið eftir orðum sínum og átti meðal annars fund með David Stern forseta NBA deildarinnar fyrir nokkrum dögum. Hann vill umfram allt reyna að lappa upp á ímynd sína, en segist þó ekki hafa áhuga á því að tjá sig um ummæli John Amaechi vegna málsins. Amaechi er fyrrverandi leikmaður í NBA sem kom út úr skápnum um daginn og gaf út bók í tilefni þess. Það var í kjölfar þessa sem Hardaway sagði hug sinn í útvarpsviðtalinu. "Fólk hefur verið að reyna að sparka í mig liggjandi eftir að ég sagði þetta og blöðin hafa prentað sögur um mig þar sem því hefur verið haldið fram að konan mín hafi farið frá mér, en það er ekki rétt. Það er allt í lagi með fjölskylduna mína og fjármálin mín. Ég vil bara fá annað tækifæri til að lappa upp á ímynd mína, því ég er góður borgari. Ekki er ég sveiflandi byssum eða takandi eiturlyf. Þetta er hindrun sem ég þarf að komast yfir og ég verð að koma fólki í skilning um að ég hata ekki homma í alvörunni." Í viðtali við Miami Herald sagðist Hardaway ætla að leggja sitt af mörkum til að skilja samkynhneigða betur og ætlar hann að funda með fulltrúum samtaka samkynhneigðra í þeim tilgangi. Hardaway missti eitthvað af auglýsingasamningum eftir ummæli sín og lét til að mynda taka nafn sitt úr auglýsingaherferð fyrir bílaþvottastöð sína í Miami til að starfsfólkið yrði ekki fyrir ónæði. Pat Riley, þjálfari Miami, sem einnig þjálfaði Hardaway þegar hann spilaði með liðinu á síðasta áratug, á von á því að þjóðin muni fyrirgefa honum. "Við búum í landi og borg sem fyrirgefur," sagði Riley.
NBA Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Sjá meira