Ég hata ekki homma í alvörunni 14. mars 2007 18:09 Tim Hardaway hefur ekki átt sjö dagana sæla eftir dólgsleg ummæli sín í útvarpsþætti í síðasta mánuði. Þar sagðist hann hata homma. NordicPhotos/GettyImages Fyrrum körfuboltamaðurinn Tim Hardaway vill ólmur laga ímynd sína eftir að hann sagðist hata homma í útvarpsviðtali í síðasta mánuði. Ummæli Hardaway fóru á forsíður allra helstu fjölmiðla heimsins og í kjölfarið hefur hann átt erfitt uppdráttar á opinberum vettvangi. Hardaway átti til að mynda að koma fram um Stjörnuhelgina í Las Vegas á dögunum, en honum var kippt af lista þáttakenda í hátíðarhöldunum eftir þrumuræðu sína í útvarpsþættinum þar sem hann sagði meðal annars: "Ég hata homma. Ég vil ekki vera nálægt þeim og það er bara ekk rétt að vera samkynhneigður. Slíkt fólk ætti ekki að finnast - hvorki í Bandaríkjunum né annarsstaðar í heiminum." Hardaway segist sjá mikið eftir orðum sínum og átti meðal annars fund með David Stern forseta NBA deildarinnar fyrir nokkrum dögum. Hann vill umfram allt reyna að lappa upp á ímynd sína, en segist þó ekki hafa áhuga á því að tjá sig um ummæli John Amaechi vegna málsins. Amaechi er fyrrverandi leikmaður í NBA sem kom út úr skápnum um daginn og gaf út bók í tilefni þess. Það var í kjölfar þessa sem Hardaway sagði hug sinn í útvarpsviðtalinu. "Fólk hefur verið að reyna að sparka í mig liggjandi eftir að ég sagði þetta og blöðin hafa prentað sögur um mig þar sem því hefur verið haldið fram að konan mín hafi farið frá mér, en það er ekki rétt. Það er allt í lagi með fjölskylduna mína og fjármálin mín. Ég vil bara fá annað tækifæri til að lappa upp á ímynd mína, því ég er góður borgari. Ekki er ég sveiflandi byssum eða takandi eiturlyf. Þetta er hindrun sem ég þarf að komast yfir og ég verð að koma fólki í skilning um að ég hata ekki homma í alvörunni." Í viðtali við Miami Herald sagðist Hardaway ætla að leggja sitt af mörkum til að skilja samkynhneigða betur og ætlar hann að funda með fulltrúum samtaka samkynhneigðra í þeim tilgangi. Hardaway missti eitthvað af auglýsingasamningum eftir ummæli sín og lét til að mynda taka nafn sitt úr auglýsingaherferð fyrir bílaþvottastöð sína í Miami til að starfsfólkið yrði ekki fyrir ónæði. Pat Riley, þjálfari Miami, sem einnig þjálfaði Hardaway þegar hann spilaði með liðinu á síðasta áratug, á von á því að þjóðin muni fyrirgefa honum. "Við búum í landi og borg sem fyrirgefur," sagði Riley. NBA Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Fleiri fréttir Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Sjá meira
Fyrrum körfuboltamaðurinn Tim Hardaway vill ólmur laga ímynd sína eftir að hann sagðist hata homma í útvarpsviðtali í síðasta mánuði. Ummæli Hardaway fóru á forsíður allra helstu fjölmiðla heimsins og í kjölfarið hefur hann átt erfitt uppdráttar á opinberum vettvangi. Hardaway átti til að mynda að koma fram um Stjörnuhelgina í Las Vegas á dögunum, en honum var kippt af lista þáttakenda í hátíðarhöldunum eftir þrumuræðu sína í útvarpsþættinum þar sem hann sagði meðal annars: "Ég hata homma. Ég vil ekki vera nálægt þeim og það er bara ekk rétt að vera samkynhneigður. Slíkt fólk ætti ekki að finnast - hvorki í Bandaríkjunum né annarsstaðar í heiminum." Hardaway segist sjá mikið eftir orðum sínum og átti meðal annars fund með David Stern forseta NBA deildarinnar fyrir nokkrum dögum. Hann vill umfram allt reyna að lappa upp á ímynd sína, en segist þó ekki hafa áhuga á því að tjá sig um ummæli John Amaechi vegna málsins. Amaechi er fyrrverandi leikmaður í NBA sem kom út úr skápnum um daginn og gaf út bók í tilefni þess. Það var í kjölfar þessa sem Hardaway sagði hug sinn í útvarpsviðtalinu. "Fólk hefur verið að reyna að sparka í mig liggjandi eftir að ég sagði þetta og blöðin hafa prentað sögur um mig þar sem því hefur verið haldið fram að konan mín hafi farið frá mér, en það er ekki rétt. Það er allt í lagi með fjölskylduna mína og fjármálin mín. Ég vil bara fá annað tækifæri til að lappa upp á ímynd mína, því ég er góður borgari. Ekki er ég sveiflandi byssum eða takandi eiturlyf. Þetta er hindrun sem ég þarf að komast yfir og ég verð að koma fólki í skilning um að ég hata ekki homma í alvörunni." Í viðtali við Miami Herald sagðist Hardaway ætla að leggja sitt af mörkum til að skilja samkynhneigða betur og ætlar hann að funda með fulltrúum samtaka samkynhneigðra í þeim tilgangi. Hardaway missti eitthvað af auglýsingasamningum eftir ummæli sín og lét til að mynda taka nafn sitt úr auglýsingaherferð fyrir bílaþvottastöð sína í Miami til að starfsfólkið yrði ekki fyrir ónæði. Pat Riley, þjálfari Miami, sem einnig þjálfaði Hardaway þegar hann spilaði með liðinu á síðasta áratug, á von á því að þjóðin muni fyrirgefa honum. "Við búum í landi og borg sem fyrirgefur," sagði Riley.
NBA Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Fleiri fréttir Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Sjá meira