Lífið

Pamela aftur á ströndina

Pamela Anderson
Pamela Anderson MYND/AP

Aðdáendur Pamelu Anderson geta glaðst yfir því að stúlkan er aftur á leiðinni á ströndina, og mun klæða sig í samræmi við það. Pamela gerði Baywatch þættina að einni vinsælustu þáttaröð allra tíma. Að þeim loknum reyndi hún við nýtt hlutverk, þar sem hún lék afgreiðslukonu í bókabúð. Það gekk ekki upp og var því kennt um að afgreiðslufólk í bókabúðum er sjaldnast í bikini.

Breska blaðið The Sun upplýsir að nú hafi Pamela undirritað saming um nýja þáttaröð í sjónvarpi, og sú þáttaröð gerist á baðströnd. Sun segir að þættirnir hafi ennþá ekki fengið nafn, en að upptökur hefjist með vorinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.