Lífið

Barði flytur út tónlist

Samferðamenn Barða segja af honum skemmtilegar sögur.
Samferðamenn Barða segja af honum skemmtilegar sögur.

Á sunnudaginni verður Barði Jóhannsson gestur í Sjálfstæðu fólki. Hann er þekktur sem Barði í Bang Gang, og hefur tónlist hans notið mikillar hylli, einkum utan landssteinanna.

Bang Gang, sem er hljómsveit Barða Jóhannssonar, hefur náð góðum árangri í Evrópu og þá sérstaklega í Frakklandi. Barði hlaut útflutningsverðlaun Loftbrúar Reykjavíkur árið 2004 fyrir árangur erlendis og er það aðeins ein af mörgum viðurkenningum sem hann hefur hlotið fyrir tónlist sína. Nú er Barði, ásamt útgáfufélagi sínu og Sigurðar Pálma Sigurbjörnssonar, From Nowhere Records, að leggja grunn að sókn inn bandarískan markað.

Við kynnumst Barða þar sem hann vinnur nánast allan sólarhringinn við gerð tónlistar sinnar og annarra. Einnig heyrum við í samferðamönnum hans sem segja okkur skemmtilegar sögur af honum. T.a.m. segir Bubbi Morthens frá því þegar hann tók mauraþúfu í fóstur, en Bubbi og Barði hafa unnið mikið saman undanfarið.

Sjálfstætt fólk er á dagskrá á sunnudögum kl. 19.50.

Sjálfstætt fólk hefur þrisvar sinnum verið útnefndur Sjónvarpsþáttur ársins á Eddunni - verðlaunahátíð Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar. Þátturinn hefur verið tilnefndur sex skiptin, eða öll þau ár sem hann hefur verið í framleiðslu. Í þættinum stunda Jón Ársæll Þórðarson og hægri hönd hans, Steingrímur Jón Þórðarson kvikmyndagerðarmaður mannlífsrannsóknir og miðar jafnan betur áfram en gengur og gerist.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.