Innlent

"Heimskautslöndin unaðslegu" opna í Kaupmannahöfn

Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra opnar í dag farandsýningu í Kaupmannahöfn um arfleifð Vilhjálms Stefánssonar heimskautafara. Sýningin verður á Norðurbryggju og ber heitið "Heimskautslöndin unaðslegu". Bein vefsending verður frá opnuninni á vefslóðinni www.arcticportal.org um klukkan 15 í dag.

Alþjóðaheimskautaárið hófst í dag og verður norðurslóðagáttin einn helsti vettvangur þess. Þar verða beinar vefsendingar frá opnunaratburðum víða um heim tengdum heimskautaárinu.

Það er nýjung að alþjóðaviðburði sé hleypt af stokkunum með þessum hætti á fjölmörgum stöðum á einu vefsvæði segir í fréttatilkynningu Utanríkisráðuneytisins. Stuðst er við vefsendingarbúnað sem þróaður var fyrir Háskólann á Akureyri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×