Innlent

Tilraunir með rykbindingu sagðar lofa góðu

Tilraunir á vegum framkvæmdasviðs Reykjavíkurborgar með rykbindingu á helstu umferðaræðum borgarinnar lofa góðu og virðast slá verulega á rykmyndun að því er segir á vef framkvæmdasviðs.

Þar kemur fram að sérstakri saltblöndu, sem inniheldur magnesíumklóríð, hafi verið úðað á göturnar til þess að draga úr svifryksmengun. Með þessu haldast göturnar lengur rakar og þá nær saltið að binda rykið eftir að blandan þornar.

Frá því klukkan þrjú í nótt og fram eftir degi var úðað á helstu umferðaræðum og nú síðdegis verður einnig farið um helstu götur í Breiðholti. Reiknað er með að um 40 þúsund lítrum af magnesíumklóríðblöndunni verði úðað í dag og að aksturleiðin sem lögð verði að baki verði um 350 kílómetrar. Áfram verður svo úðað í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×