Innlent

Öllum eldhústækjunum stolið

Brotist var inn í íbúðarhús í byggingu í Vallahverfi í Hafnarfirði í dag. Innbrotsþjófarnir höfðu á brott með sér ískáp, helluborð og önnur eldhústæki, öll ný. Lögregla veit ekki hverjir voru að verki en málið er í rannsókn. Þá var ökumaður stöðvaður ölvaður undir stýri á Nýbýlavegi í Kópavogi um tíuleytið í kvöld. Virtist hann lítilsháttar ölvaður samkvæmt öndunarsýni en nógu ölvaður þó til þess að hann var tekinn í blóðprufu. Þá var lögreglu tilkynnt um sinubruna í Norðurbænum í Hafnarfirði í dag, eldurinn hafði kviknað í grasbala neðan við Kaupfélagsblokkina svokölluðu við Miðvang. Vel gekk að slökkva eldinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×