Innlent

Þurfti að elta uppi ölvaða ökumenn

MYND/Róbert

Fimm ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu í gær og nótt, þar af 21 árs piltur sem reyndi að stinga lögregluna af eftir að hann hafði lent í umferðaróhappi Vesturlandsvegi.

Eftir því sem fram kemur á vef lögreglunnar hafnaði bíll hans utan vegar en með piltinum í för voru jafnaldri hans og 18 ára stúlka. Piltarnir hlupu af vettvangi og út í móa en lögreglumenn fundu þá skömmu síðar þar sem þeir reyndu að fela sig. Lögregla segir ökumanninn hafa margoft áður gerst sekur um umferðarlagabrot.

Þá þurfti lögregla að aka í veg fyrir ölvaðan ökumann í Mosfellsbæ sem sinnti ekki stöðvunarmerkjum. Sá hefur lítillega komið við sögu hjá lögreglu áður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×