Innlent

Sendiherra Frakka lét 500 börn bíða eftir sér

Fyrsti dagskrárliður Vetrarhátíðar í dag fór töluvert úr skorðum þegar franski sendiherran, Nicole Michelangeli, mætti hálfri klukkustund of seint í íþróttahúsið við Austurberg.

Þar átti hann að taka þátt í söng fimm hundruð leikskólabarna undir handleiðslu Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta, og Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar borgarstjóra.

Börnin hafa undanfarnar vikur æft sig að syngja Meistara Jakob á frönsku í tilefni samstarfs Vetrarhátíðar og frönsku menningarhátíðarinnar, Pourqoui Pas, sem báðar hófust í gær.

Frú Vigdís og Vilhjálmur borgarstjóri þurftu því að hafa ofan af fyrir börnunum meðan beðið var eftir sendiherranum og fórst það vel úr hendi. Söngurinn hófst svo hálftíma á eftir áætlun en það virtist ekki hafa nein áhrif viðstadda sem skemmtu sér hið besta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×