Innlent

Landsfundur Vinstri - grænna settur í dag

MYND/Sigurður Jökull

Vinstri - græn halda í dag og á morgun sinn fimmta landsfund á Grand Hótel Reykjavík sem segja má að marki upphaf kosningabaráttu flokksins fyrir þingkosninganna. Fundurinn hefst klukkann 16.30 en þá flytur Steigrímur J. Sigfússon ræðu sína.

Á morgun fer svo fram málefnastarf og þá verða jafnframt kosinn formaður, varaformaður, gjaldkeri, ritari og aðrir stjórnarmenn. Meðal þess sem finna má í drögum að samþykktum landsfundarins eru rótttækar aðgerðir í jafnfréttismálum en lagt er til að bundið verði í stjórnarskrá jafnt hlutfall kvenna og karla á Alþingi og í sveitarstjórnum. Þá er jafnframt lagt til að lögbinda jafnt hlutfall kvenna og karla í stjórnum fyrirtækja. Tillögurnar gera enn fremur ráð fyrir að launaleynd verði afnumin.

Formaður Vinstri - grænna sagði á fréttamannafundi í gær að Vinstri - græn myndu ekki fara með himinskautum í loforðum fyrir þessar kosningar. Stefna Vinstri - grænna væri hófstillt enda ljóst að framtíð efnahagsmála væri óljós og slík loforð því haldlítil ef ekki tóm steypa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×