Innlent

Grunuð um lyfjaakstur með meint þýfi

Lögreglan í Borgarnesi stöðvaði í kvöld konu á leið suður Norðurárdal sem grunuð er um að hafa ekið undir áhrifum lyfja. Ekki er talið að hún hafi verið ölvaður en að sögn lögreglu rásaði bíllinn um veginn og fór meðal annars yfir blindhæð á öfugum vegarhelmingi. Einnig fannst meint þýfi í bílnum. Þegar lögregla grunar menn um lyfjaakstur þarf að taka blóð- og þvagsýni og tekur 10-15 daga að fá niðurstöður rannsókna á sýnunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×