Innlent

Marel lokar starfsstöð á Ísafirði í haust

Forsvarsmenn Marels, sem þróar hátæknibúnað fyrir matvælaiðnað, hefur ákveðið að loka starfsstöð sinni á Ísafirði frá og með 1. september í haust. Þetta kemur fram í tilkynningu frá féaginu.

Um tuttugu manns hafa starfað þar og verður rætt við fólkið um mögulegan áhuga þess á starfi í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Garðabæ. Framleiðslueiningin á Ísafirði var upphaflega fyrirtækið Póls, sem Marel keypti árið 2004, en það hafði þá glímt við taprekstur um skeið.

Fram kemur í tilkynningunni að aðgerðin sé liður í endurskipulagningu á heildarstarfsemi fyrirtækisins um allan heim og ákvörðunin sé byggð á rekstarlegum forsendum. Alls starfa um 2200 manns hjá Marel sem hefur nú um 45 starfsstöðvar í yfir 20 löndum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×