Innlent

Veittist að sýslumanni

MYND/Stefán

Karlmaður á fertugsaldri var í dag í Hæstarétti dæmdur í hálfs árs fangelsi fyrir að veitast að sýslumanninum á Selfossi. Með brotinu rauf hann skilorð.

Sýslumaðurinn var staddur í afgreiðslu Héraðsdóms Suðurlands þegar maðurinn veittist að honum. Hann heimtaði fyrst tafarlaust viðtal vegna kæru um heimilisofbeldi gegn móður sinni. Sýslumaðurinn sagðist ekki hafa tíma til að ræða við hann og benti honum á að fá viðtalstíma hjá sér. Maðurinn brást þá hinn versti við og greip fyrst um öxl hans og brá síðan fyrir hann fæti með þeim afleiðingum að sýslumaðurinn hrasaði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×