Átti að svíkja lit 21. febrúar 2007 18:25 Tryggvi Jónsson, einn sakborninga í Baugsmálinu, sakar lögregluna um að hafa reynt að fá sig til að vitna gegn Jóni Ásgeiri til bæta stöðu sína. Bæði Tryggvi og Jón Ásgeir segja kvennamál þýðingarmikil fyrir upphaf málsins. Skýrslutöku yfir Tryggva Jónssyni, fyrrverandi aðstoðarforstjóra Baugs, lauk í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Tryggvi sagði það oft hafa komið fram á fyrstu mánuðum rannsóknarinnar, sem hófst árið 2002, að lögreglan væri ekki að eltast við hann, hann væri aðeins aukaleikari í málinu og fórnarlamb. Hann greindi fá því að Arnar Jensson, sem þá var aðstoðar yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, hefði í gegnum lögmann hans fært honum skilaboð þess efnis að staða hans myndi breytast ef hann segði satt og rétt frá og þeir gætu náð Jóni Ásgeiri og að gefið hafi verið í skyn að hann fengi þá stöðu vitnis Aðspurður sagðist Sigurður Tómas Magnússon, settur ríkissaksóknari, ekki geta sagt um hvort að Tryggva hefði verið boðin vitnastaða. Slíkt væri ekki samkvæmt leikreglunum. Sér hefði heyrst að Tryggvi væri að draga þessar ályktanir en ekki að honum hefði verið lofað slíku eða það gefið í skyn. Staða manna væri hins vegar alltaf betri ef þeir segðu satt og rétt frá. Tryggvi tók í morgun undir orð lögfræðing Jóns Ásgeirs um að kvennamál væru þýðingarmikil fyrir upphaf Baugsmálsins. Tryggvi sagði að í símtali sem hann og Jón Gerald áttu sumarið 2002 hafi Jón Gerald misst sig og hótað að drepa Jón Ásgeir. Skýringuna á þessu háttalagi hafi hann fengið í tölvupósti skömmu síðar en þar hafi Jón Gerald greint frá því að árið 1998, eða fjórum árum fyrr, hafi Jón Ásgeir reynt að komast yfir konu Jóns Geralds í partíi. Tryggvi var einnig spurður út í 19 lið ákærunnar þar sem honum er gefið að sök að hafa dregið að sér 1,3 milljónir króna en fyrir þær á hann að hafa verslað golfsett, geisladiska og miða í Disney World. Á morgun hefjast svo yfirheyrslur yfir Jóni Gerald Sullenberger, þriðja sakborningnum í málinu. Hann er sakaður um að hafa aðstoðað Tryggva og Jón Ásgeir við meiriháttar bókhaldsbrot með því að gefa út tilhæfulausan kreditreikning vegna viðskipta Nordica og Baugs. Við þetta er svo að bæta að fulltrúar allra flokka á Alþingi, nema Sjálfstæðisflokksins, hafa lagt fram fyrirspurn á Alþingi til dómsmálaráðherra um kostnað ríkisins við rannsókn og rekstur Baugsmálsins. Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Fleiri fréttir Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Sjá meira
Tryggvi Jónsson, einn sakborninga í Baugsmálinu, sakar lögregluna um að hafa reynt að fá sig til að vitna gegn Jóni Ásgeiri til bæta stöðu sína. Bæði Tryggvi og Jón Ásgeir segja kvennamál þýðingarmikil fyrir upphaf málsins. Skýrslutöku yfir Tryggva Jónssyni, fyrrverandi aðstoðarforstjóra Baugs, lauk í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Tryggvi sagði það oft hafa komið fram á fyrstu mánuðum rannsóknarinnar, sem hófst árið 2002, að lögreglan væri ekki að eltast við hann, hann væri aðeins aukaleikari í málinu og fórnarlamb. Hann greindi fá því að Arnar Jensson, sem þá var aðstoðar yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, hefði í gegnum lögmann hans fært honum skilaboð þess efnis að staða hans myndi breytast ef hann segði satt og rétt frá og þeir gætu náð Jóni Ásgeiri og að gefið hafi verið í skyn að hann fengi þá stöðu vitnis Aðspurður sagðist Sigurður Tómas Magnússon, settur ríkissaksóknari, ekki geta sagt um hvort að Tryggva hefði verið boðin vitnastaða. Slíkt væri ekki samkvæmt leikreglunum. Sér hefði heyrst að Tryggvi væri að draga þessar ályktanir en ekki að honum hefði verið lofað slíku eða það gefið í skyn. Staða manna væri hins vegar alltaf betri ef þeir segðu satt og rétt frá. Tryggvi tók í morgun undir orð lögfræðing Jóns Ásgeirs um að kvennamál væru þýðingarmikil fyrir upphaf Baugsmálsins. Tryggvi sagði að í símtali sem hann og Jón Gerald áttu sumarið 2002 hafi Jón Gerald misst sig og hótað að drepa Jón Ásgeir. Skýringuna á þessu háttalagi hafi hann fengið í tölvupósti skömmu síðar en þar hafi Jón Gerald greint frá því að árið 1998, eða fjórum árum fyrr, hafi Jón Ásgeir reynt að komast yfir konu Jóns Geralds í partíi. Tryggvi var einnig spurður út í 19 lið ákærunnar þar sem honum er gefið að sök að hafa dregið að sér 1,3 milljónir króna en fyrir þær á hann að hafa verslað golfsett, geisladiska og miða í Disney World. Á morgun hefjast svo yfirheyrslur yfir Jóni Gerald Sullenberger, þriðja sakborningnum í málinu. Hann er sakaður um að hafa aðstoðað Tryggva og Jón Ásgeir við meiriháttar bókhaldsbrot með því að gefa út tilhæfulausan kreditreikning vegna viðskipta Nordica og Baugs. Við þetta er svo að bæta að fulltrúar allra flokka á Alþingi, nema Sjálfstæðisflokksins, hafa lagt fram fyrirspurn á Alþingi til dómsmálaráðherra um kostnað ríkisins við rannsókn og rekstur Baugsmálsins.
Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Fleiri fréttir Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Sjá meira