Menntamálaráðherra eins og nátttröll á norrænum vettvangi 21. febrúar 2007 15:00 MYND/GVA Þorgerður Katrín Gunnarsdóttur menntamálaráðherra var sögð standa eins og nátttröll á norrænum vettvangi í umræðum á Alþingi í dag um skipan fulltrúa í sérfræðingaráð Norræna blaðamannaskólans. Það var Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, sem gerði skipan ráðherra að umtalsefni og benti á að ráðherra hefði rofið hálfrar aldar hefð með því að hafa að engu tilnefningar Blaðamannafélags Íslands við skipan í sérfræðingaráðið. Vitnaði hann til skrifa á heimasíðu Norræna blaðamannaháskólans þar sem fram kæmi að sérfræðingaráðið væri skipað reyndu fjölmiðlafólki frá norrænu löndunum með tilnefningum frá blaðamannasamtökum hvers lands. Undantekningi væri þó Ísland þar sem menntamálaráðuneytið hefði tilnefnt fulltrúa landsins. Sagði hann enn fremur að Blaðamannafélag Íslands hefði tilnefnt þau Birgi Guðmundsson, lektor í fjölmiðlafræði við Háskólann á Akureyri, sem aðalmann í ráðið og Svanborgu Sigmarsdóttur, blaðamann á Fréttablaðinu, sem varamann. Ráðherra fór ekki að tilnefningum BÍ heldur skipaði Ólaf Stephensen, aðstoðarritstjóra Morgunblaðsins, sem aðalmann og starfsmann í fjölmiðladeild ráðuneytisins sem varamann. Benti Mörður á að ráðherra hefði borið því að hugsanlega yrði hagsmunaárekstur með skipan Birgis í ráðið vegna hugsanlegrar samþættingar fjölmiðlanámsins við Norræna blaðamannaháskólann við náms háskóla í norrænu löndunum. Spurði Mörður hvers vegna ráðherra hefði þá ekki bara ráðgast við BÍ vegna málsins í stað þess að hunsa tilnefningar félagsins. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra sagði miklar breytingar standa fyrir dyrum hjá Norræna blaðamannaháskólanum og sagði það venju en ekki skyldu ráðherra að fara að tilnefningum hagsmunasamtaka. Hún hefði viljað skipa mann sem hefði mikla reynslu á sviði fjölmiðla og reynslu af norrænu samstarfi sem jafnframt gæti tengt starfssvið sitt hagsmunum útgefenda. Þá hefði fulltrúi ráðuneytisins verið skipaður varamaður til þess að ráðuneytið gæti fylgst betur með umbreytingum á starfsemi blaðamannaskólans. Rannveig Guðmundsdóttir, þingkona Samfylkingarinnar, mótmælti þessu og sagði ekki verið að kollvarpa starfsemi blaðamannaskólans. Sagði hún ráðstöfun ráðherra undarlega og verið væri að fara gegn venju sem skapast hefði. Slíkt hefði ekki verið gert annars staðar á Norðurlöndum. Þá vildi Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar, að ráðherra bæðist afsökunar á mistökunum og tilkynnti að framvegis yrði unnið samkvæmt hefðinni. Mörður Árnason kom aftur í pontu og sagði að ekki væri hægt að taka mark á skýringum ráðherra um hagsmunaárekstur. Það væri skyndiskýring og ef ráðherra hefði viljað virða hefð samráðsins þá hefði hún átt að hafa samband við BÍ og biðja um aðrar tilnefningar. Vitnaði Mörður svo til skýringar á orðinu valdníðsla í orðabók. Þorgerður Katrín sagði hins vegar að ráðherra hefði ávallt skipað fulltrúa í stjórn skólans. Ráðuneytið væri ekki sjálfvirkur stimpilpúði fyrir hagsmunasamtök. Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttur menntamálaráðherra var sögð standa eins og nátttröll á norrænum vettvangi í umræðum á Alþingi í dag um skipan fulltrúa í sérfræðingaráð Norræna blaðamannaskólans. Það var Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, sem gerði skipan ráðherra að umtalsefni og benti á að ráðherra hefði rofið hálfrar aldar hefð með því að hafa að engu tilnefningar Blaðamannafélags Íslands við skipan í sérfræðingaráðið. Vitnaði hann til skrifa á heimasíðu Norræna blaðamannaháskólans þar sem fram kæmi að sérfræðingaráðið væri skipað reyndu fjölmiðlafólki frá norrænu löndunum með tilnefningum frá blaðamannasamtökum hvers lands. Undantekningi væri þó Ísland þar sem menntamálaráðuneytið hefði tilnefnt fulltrúa landsins. Sagði hann enn fremur að Blaðamannafélag Íslands hefði tilnefnt þau Birgi Guðmundsson, lektor í fjölmiðlafræði við Háskólann á Akureyri, sem aðalmann í ráðið og Svanborgu Sigmarsdóttur, blaðamann á Fréttablaðinu, sem varamann. Ráðherra fór ekki að tilnefningum BÍ heldur skipaði Ólaf Stephensen, aðstoðarritstjóra Morgunblaðsins, sem aðalmann og starfsmann í fjölmiðladeild ráðuneytisins sem varamann. Benti Mörður á að ráðherra hefði borið því að hugsanlega yrði hagsmunaárekstur með skipan Birgis í ráðið vegna hugsanlegrar samþættingar fjölmiðlanámsins við Norræna blaðamannaháskólann við náms háskóla í norrænu löndunum. Spurði Mörður hvers vegna ráðherra hefði þá ekki bara ráðgast við BÍ vegna málsins í stað þess að hunsa tilnefningar félagsins. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra sagði miklar breytingar standa fyrir dyrum hjá Norræna blaðamannaháskólanum og sagði það venju en ekki skyldu ráðherra að fara að tilnefningum hagsmunasamtaka. Hún hefði viljað skipa mann sem hefði mikla reynslu á sviði fjölmiðla og reynslu af norrænu samstarfi sem jafnframt gæti tengt starfssvið sitt hagsmunum útgefenda. Þá hefði fulltrúi ráðuneytisins verið skipaður varamaður til þess að ráðuneytið gæti fylgst betur með umbreytingum á starfsemi blaðamannaskólans. Rannveig Guðmundsdóttir, þingkona Samfylkingarinnar, mótmælti þessu og sagði ekki verið að kollvarpa starfsemi blaðamannaskólans. Sagði hún ráðstöfun ráðherra undarlega og verið væri að fara gegn venju sem skapast hefði. Slíkt hefði ekki verið gert annars staðar á Norðurlöndum. Þá vildi Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar, að ráðherra bæðist afsökunar á mistökunum og tilkynnti að framvegis yrði unnið samkvæmt hefðinni. Mörður Árnason kom aftur í pontu og sagði að ekki væri hægt að taka mark á skýringum ráðherra um hagsmunaárekstur. Það væri skyndiskýring og ef ráðherra hefði viljað virða hefð samráðsins þá hefði hún átt að hafa samband við BÍ og biðja um aðrar tilnefningar. Vitnaði Mörður svo til skýringar á orðinu valdníðsla í orðabók. Þorgerður Katrín sagði hins vegar að ráðherra hefði ávallt skipað fulltrúa í stjórn skólans. Ráðuneytið væri ekki sjálfvirkur stimpilpúði fyrir hagsmunasamtök.
Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Sjá meira