Innlent

Kartöflugeymslur fá nýtt líf á Vetrarhátíð

Gömlu kartöflugeymslurnar í Ártúnsbrekkunni ganga í endurnýjun lífdaga á föstudag og laugardag í tengslum við Vetrarhátíð 2007. Geymslunum verður breytt í listasmiðju þar sem boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá fyrir bæði unga og aldna eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.

Á föstudaginn verða tvær sýningar, annars vegar samsýning sex listamanna sem búsettir eru á Héraði og hins vegar sýningin Ólátagarður sem er samsýning 11 listamanna sem er innblásin af Hipphoppmenningunni.

Laugardagurinn hefst á kvikmyndinni Reykjavík 1944 eftir Loft Guðmundsson sem verður sýnd allan daginn og fram á kvöld á sérstöku kvikmyndatjaldi úr vatni sem nefnist Fossbúinn. Þá verður jafnframt boðið upp á andlitsmálun og blöðrur fyrir börnin og dansleikhús. Kvöldinu lýkur svo með tónleikum Flís Tríós og Steintryggs. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×