Lífið

Halla og Jude í gulu pressunni

Stefnumót þeirra Höllu Vilhjálmsdóttur, X-Factors kynnis og leikarans Jude Law hefur ratað í gulu pressuna í Bretlandi. Dagblaðið the Sun segir frá stefnumóti þeirra hér á landi síðastliðið föstudagskvöld en þau fóru út að borða á veitingastaðnum Domo og síðan sást til þeirra á skemmtistaðnum Sirkus eins og áður hefur komið fram.

Ónefndur viðskiptavinur sem var á Sirkus þetta umrædda kvöld segir í viðtali við the Sun að Jude hafi sýnt Höllu ómældan áhuga og ekki litið á aðrar stúlkur inni á skemmtistaðnum. Einnig segir tímaritið Höllu hafa verið í símasambandi við Jude síðan hann fór á laugardag.

Það var ekki við öðru að búast en að heimsbyggðin myndi fylgjast spennt með stefnumóti eins frægasta hjartaknúsara heims við íslensku þokkadísina.

Umfjöllun the Sun um stefnumót Jude Laws og Höllu Vilhjálms






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.