Innlent

Boða til fundar gegn virkjunum í Þjórsá

Urriðafoss í Þjórsá.
Urriðafoss í Þjórsá.

Samtökin Sól á Suðurlandi sem berjast gegn áformum Landsvirkjunar um þrjár virkjanir með tilheyrandi lónum í neðri hluta Þjórsár hyggjast halda fund á sunnudaginn kemur í félagsheimilinu Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Fundurinn hefst klukkan þrjú síðdegis og á dagskrá verður meðal annars mynd Ómars Ragnarssonar um Þjórsá og þá munu heimamenn tjá sig um nágranna sinn Þjórsá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×