Innlent

Ómar og Jón Baldvin ræða sérstakt framboð fyrir Alþingiskosningar

 

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, hefur enga trú á því að Jón Baldvin Hannibalsson geri alvöru í því að bjóða fram nýjan lista í Alþingiskosningum. Hann skilji manna best að menn megi ekki stökkva frá borði þrátt fyrir ágjöf. Það viti þeir best sem sjálfir hafi staðið í brúnni.

Jón Baldvin Hannibalsson fyrrverandi formaður Alþýðuflokksins orðaði möguleikann á slíku framboði í Silfri Egils í gær. Jón Baldvin Hannibalsson hefur rætt við Ómar Ragnarsson og fleiri um að ganga til liðs við framboðið. Ómar Ragnarsson segist hafa vonað í lengstu lög að grænum frambjóðendum myndi fjölga á framboðslistum flokkanna. Sú von hafi orðið að engu og Frjálslyndi flokkurinn sé orðinn stóriðjuflokkur. Hann segir Jón Baldvin hafa rætt við sig en þeir séu sammála um að umhverfismál verði þungamiðja kosninganna í vor. Hópur ábyrgra manna vilji stöðva þá óheillaþróun sem hafi orðið í umhverfismálum þjóðarinnar en það verði að koma í ljós hvort niðurstaðan úr þeim viðræðum verði sérframboð eða ekki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×