Innlent

Varað við óveðri undir Hafnarfjalli

Vegagerðin varar við óveðri undir Hafnarfjalli. Víðast hvar á þjóðvegum er hálka eða hálkublettir og snjókoma og éljagangur víða á fjallvegum.

 

Á Hellisheiði er hálka og snjókoma annars eru hálkublettir og hálka á Suður- og Vesturlandi.

Á Vestfjörðum eru hálkublettir, hálka og snjóþekja er á Dynjandisheiði.

Á Norðurlandi og á Norðausturlandi eru hálkublettir og hálka. Éljagangur er á Melrakkaslettu.

Á Austurlandi er hálka og hálkublettir.

Þungatakmarkanir eru í öllum landshlutum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×