Innlent

Selja þjóðhetju í málmbræðslu

Kræfir styttuþjófar í Kanada ætla líklega að nýta sér hækkandi koparverð til að græða á úkraínskri þjóðhetju frá 19. öldinni. Lögregla fann höfuðið af styttunni í málmbræðslu skammt vestur af Toronto í vikunni en tveggja tonna búkurinn er enn ófundinn.

Koparinn er um 1,2 milljóna virði en tilfinningalegt gildi styttunnar er töluvert meira fyrir rúma milljón úkraínskra innflytjenda í Kanada.

Styttan er af Taras H. Shevchenko, menningarpostula frá 19. öldinni hefur viðurnefnið "Barðinn frá Úkraínu. Henni var stolið af safni barðanum til heiðurs í Toronto og skildu þjófarnir ekkert eftir annað en fæturna af styttunni og stallinn sem hún stóð á.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×