Liðið hefur vantað herslumuninn 10. september 2007 00:01 Jóhannes Karl Guðjónsson og Emil Hallfreðsson fagna hér marki þess síðarnefnda gegn Spáni, sem kom eftir frábæra fyrirgjöf Jóhannesar. MYND/Daníel Íslenska knattspyrnulandsliðið hefur ekki unnið heimaleik undir stjórn Eyjólfs Sverrissonar og vann síðast leik í Laugardalnum í vináttulandsleik gegn Suður-Afríku 17. ágúst 2005. Það hefur samt aldrei munað eins litlu og gegn spænsku stórstjörnunum í rigningunni á laugardagskvöldið. Íslenska liðið var manni fleiri í 70 mínútur og marki yfir í 46 mínútur en Eyjólfur þarf að bíða í að minnsta kosti fjóra daga eftir fyrsta sigri sínum á Laugardalsvellinum. Til að sigurinn komi þarf landsliðsþjálfarinn að finna leiðir til þess að verja forskot. Jöfnunarmark Andrés Iniesta fjórum mínútum fyrir leikslok stal stigi fyrir spænska landsliðið og var í fjórða skiptið í röð þar sem íslenska liðið nær ekki að verja forskot sitt á heimavelli. Íslenska liðið hefur byrjað síðustu heimaleiki af miklum krafti og hefur skoraði fyrsta mark leiksins í þeim öllum en í stað þess að bæta við og tryggja sigurinn hefur liðið misst forystuna. Íslenska liðið hefur verið yfir í 99 mínútur í þessum fjórum heimaleikjum en uppskeran er þrjú jafntefli og eitt tap. Arnar Þór Viðarsson kom Íslandi yfir eftir aðeins 6 mínútur gegn Svíum 11. október í fyrra en það tók Svíana aðeins mínútu að jafna leikinn. Svíar skoruðu síðan sigurmarkið í leiknum þegar hálftími var eftir. Brynjar Björn Gunnarsson kom Íslandi yfir eftir 27 mínútur gegn Liechtenstein 2. júní í sumar. Gestirnir úr Ölpunum tryggðu sér hinsvegar stig með því að jafna leikinn 42 mínútum síðar. Gunnar Heiðar Þorvaldsson kom Íslandi í 1-0 eftir 65 mínútna leik í vináttuleik gegn Kanada 22. ágúst síðastliðinn en kanadíska liðið jafnaði leikinn tíu mínútum síðar. Í millitíðinni fékk íslenska landsliðið kjörin tækifæri til þess að auka muninn. Mark Emils Hallfreðssonar gegn Spánverjum komst næst því að vera sigurmark því Spánverjar skoruðu ekki fyrr en 46 mínútum síðar og þegar aðeins fjórar mínútur voru til leiksloka. Líkt og í leiknum við Kanada fékk íslenska liðið góð tækifæri til að skora annað mark sitt og gera um leið út um leikinn. Eyjólfur Sverrisson og lærisveinar hans fá annað tækifæri strax á miðvikudaginn til þess að landa heimasigri þegar Norður-Írar koma í heimsókn í Laugardalinn. Síðasti sigurleikur liðsins undir stjórn Eyjólfs kom einmitt á útivelli gegn Norður-Írum fyrir rúmu ári síðan. Frá þeim tíma hefur liðið leikið átta leiki í röð án sigurs en haldi leikur liðsins áfram að batna eins og hann hefur gert í síðustu leikjum þá er full ástæða til bjartsýni um að strákarnir finni herslumuninn og takist að tryggja sér langþráðan sigur á Laugardalsvellinum. Mest lesið Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Sviss - Ísland | Leikur sem verður að vinnast Handbolti Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Handbolti „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ Handbolti Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Handbolti Fleiri fréttir Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Íslenska knattspyrnulandsliðið hefur ekki unnið heimaleik undir stjórn Eyjólfs Sverrissonar og vann síðast leik í Laugardalnum í vináttulandsleik gegn Suður-Afríku 17. ágúst 2005. Það hefur samt aldrei munað eins litlu og gegn spænsku stórstjörnunum í rigningunni á laugardagskvöldið. Íslenska liðið var manni fleiri í 70 mínútur og marki yfir í 46 mínútur en Eyjólfur þarf að bíða í að minnsta kosti fjóra daga eftir fyrsta sigri sínum á Laugardalsvellinum. Til að sigurinn komi þarf landsliðsþjálfarinn að finna leiðir til þess að verja forskot. Jöfnunarmark Andrés Iniesta fjórum mínútum fyrir leikslok stal stigi fyrir spænska landsliðið og var í fjórða skiptið í röð þar sem íslenska liðið nær ekki að verja forskot sitt á heimavelli. Íslenska liðið hefur byrjað síðustu heimaleiki af miklum krafti og hefur skoraði fyrsta mark leiksins í þeim öllum en í stað þess að bæta við og tryggja sigurinn hefur liðið misst forystuna. Íslenska liðið hefur verið yfir í 99 mínútur í þessum fjórum heimaleikjum en uppskeran er þrjú jafntefli og eitt tap. Arnar Þór Viðarsson kom Íslandi yfir eftir aðeins 6 mínútur gegn Svíum 11. október í fyrra en það tók Svíana aðeins mínútu að jafna leikinn. Svíar skoruðu síðan sigurmarkið í leiknum þegar hálftími var eftir. Brynjar Björn Gunnarsson kom Íslandi yfir eftir 27 mínútur gegn Liechtenstein 2. júní í sumar. Gestirnir úr Ölpunum tryggðu sér hinsvegar stig með því að jafna leikinn 42 mínútum síðar. Gunnar Heiðar Þorvaldsson kom Íslandi í 1-0 eftir 65 mínútna leik í vináttuleik gegn Kanada 22. ágúst síðastliðinn en kanadíska liðið jafnaði leikinn tíu mínútum síðar. Í millitíðinni fékk íslenska landsliðið kjörin tækifæri til þess að auka muninn. Mark Emils Hallfreðssonar gegn Spánverjum komst næst því að vera sigurmark því Spánverjar skoruðu ekki fyrr en 46 mínútum síðar og þegar aðeins fjórar mínútur voru til leiksloka. Líkt og í leiknum við Kanada fékk íslenska liðið góð tækifæri til að skora annað mark sitt og gera um leið út um leikinn. Eyjólfur Sverrisson og lærisveinar hans fá annað tækifæri strax á miðvikudaginn til þess að landa heimasigri þegar Norður-Írar koma í heimsókn í Laugardalinn. Síðasti sigurleikur liðsins undir stjórn Eyjólfs kom einmitt á útivelli gegn Norður-Írum fyrir rúmu ári síðan. Frá þeim tíma hefur liðið leikið átta leiki í röð án sigurs en haldi leikur liðsins áfram að batna eins og hann hefur gert í síðustu leikjum þá er full ástæða til bjartsýni um að strákarnir finni herslumuninn og takist að tryggja sér langþráðan sigur á Laugardalsvellinum.
Mest lesið Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Sviss - Ísland | Leikur sem verður að vinnast Handbolti Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Handbolti „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ Handbolti Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Handbolti Fleiri fréttir Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Sjá meira