Innlent

Stefnt að áframhaldandi vexti hjá Kaupþingi

Kaupþing skilaði methagnaði á síðasta ári eða yfir áttatíu og fimm milljörðum króna eftir skatta. Arðsemi eigin fjár hjá bankanum var yfir fjörutíu prósent. Stefnt er að áframhaldandi vexti á þessu ári.

Fyrir fjórum til fimm árum var Kaupþing banki að skila litlum fimm til sjö milljörðum í hagnað á ári og þótti ekki ónýtur árangur. En þær tölur eru aumlegar samanborið við stærðirnar sem kynntar voru af Hreiðari Má Sigurðssyni forstjóra í morgun. Hagnaður ársins nam 85 þúsund milljónum króna.

Ef þetta dreifðist á allar fjögurra manna fjölskyldur í landinu fengi hver eina milljón króna. Og þessi hagnaður uppá 85 milljarða er veruleg aukning frá árinu á undan þegar hann nam tæpum fimmtíu milljörðum. Í tölum bankans kemur fram að veiking krónunnar um 23 prósent á liðnu ári skýri að nokkru leyti vöxt tekna og gjalda á árinu og hafi einnig áhrif á eignir og skuldir.

Gengishagnaður á árinu nam ríflega 60 milljörðum og jóskt um rúm 60 prósent á milli ára. Fjórði ársfjórðungur hjá bankanum var ábatasamur. Hreinar rekstrartekjur námu nærri 41 milljarði á þessu tímabili og hreinar vaxta- og þóknunartekjur námu 26,7 milljörðum - jukustu um tæp 70 prósent frá sama tímabili árið áður.

Heildareignir bankans jukust um tæplega fjörutíu prósent á föstu verðlagi en um tæplega 60 prósent ef reiknað er í íslenskum krónum. Hreiðar Már bankastjóri býst við áframhaldandi vexti bankans árið 2007.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×