Innlent

Bill Gates tók vel í boð um að sækja Ísland heim

MYND/Skrifstofa forseta Íslands

Bill Gates, stofnandi Microsoft, hefur áhuga á að kynna sér möguleika á tilraunum á sviði hugbúnaðar á Íslandi. Gates fundaði í dag með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, og tók hann vel í boð Ólafs um að sækja Ísland heim.

Í tilkynningu frá skrifstofu forseta Íslands segir að Gates hafi áhuga á að kynna sér möguleika Íslands til að vera tilraunavettvangur fyrir nýjan hugbúnað og þróun upplýsingatækni. Sér í lagi í ljósi þess að raforkuframleiðsla Íslendinga er byggð á hreinni orku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×