Markmið um menntun fyrir öll börn fyrir 2015 næst ekki 20. júní 2007 10:03 MYND/AFP Þúsaldarmarkmið Sameinuðu Þjóðanna um menntun fyrir öll heimsins börn fyrir árið 2015 næst ekki að óbreyttu, að mati Barnaheilla. Alþjóðasamtökin Barnaheill - Save the Children vara við því í nýrri skýrslu samtakanna að þjóðir heimsins verði að herða róðurinn ætli þær sér að ná markmiðinu. Skýrsla Barnaheilla - Story of the Future - er kynnt víða um heim í dag, 20. júní, á alþjóðadegi flóttamanna. Meginniðurstaða hennar er að ef fjárframlög til þessara mála aukist ekki til muna, verði að minnsta kosti 30 milljónir barna, flestöll frá stríðshrjáðum löndum, enn án menntunar árið 2015. Jafnframt kemur fram í skýrslunni að mjög erfitt sé að ná til þessara barna. „Af þeim 77 milljónum barna sem ekki eru í skóla búa 39 milljónir í löndum þar sem ríkja átök eða hafa ríkt lengi," segir í tilkynningu frá Barnaheillum. „Samt sem áður fara einungis 23% af heildarframlagi til menntunaraðstoðar til þessara landa. Stærsti hluti fjármagnsins fer til landa þar sem ríkir stöðugleiki." „Frá því að Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna var samþykkt árið 1948 hafa leiðtogar heims gefið loforð til allra barna um að þau eigi rétt á að ganga í skóla og mennta sig. Ef ráðamenn heimsins herða hins vegar ekki róðurinn, mun þetta loforð ekki nást fyrir árið 2015," segir Petrína Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla á Íslandi.„Fyrir tveimur vikum sögðu leiðtogar átta helstu iðnríkja heims, að áhersla yrði lögð á aðstoð við þau lönd sem lengst eiga í land með að ná þúsaldarmarkmiðinu um menntun fyrir alla árið 2015. Við vonum að í dag, á alþjóðadegi flóttamanna, muni leiðtogar heimsins eftir þeim börnum um heim allan sem lifa í skugga átaka og stendur ekki til boða skólaganga. Fyrir þá kynslóð barna sem nú er að vaxa úr grasi án menntunar, mun nýtt loforð um menntun fyrir alla árið 2015 einfaldlega vera of seint." segir Petrína. Skýrsluna má lesa í heild sinni á heimasíðu Barnaheilla. Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira
Þúsaldarmarkmið Sameinuðu Þjóðanna um menntun fyrir öll heimsins börn fyrir árið 2015 næst ekki að óbreyttu, að mati Barnaheilla. Alþjóðasamtökin Barnaheill - Save the Children vara við því í nýrri skýrslu samtakanna að þjóðir heimsins verði að herða róðurinn ætli þær sér að ná markmiðinu. Skýrsla Barnaheilla - Story of the Future - er kynnt víða um heim í dag, 20. júní, á alþjóðadegi flóttamanna. Meginniðurstaða hennar er að ef fjárframlög til þessara mála aukist ekki til muna, verði að minnsta kosti 30 milljónir barna, flestöll frá stríðshrjáðum löndum, enn án menntunar árið 2015. Jafnframt kemur fram í skýrslunni að mjög erfitt sé að ná til þessara barna. „Af þeim 77 milljónum barna sem ekki eru í skóla búa 39 milljónir í löndum þar sem ríkja átök eða hafa ríkt lengi," segir í tilkynningu frá Barnaheillum. „Samt sem áður fara einungis 23% af heildarframlagi til menntunaraðstoðar til þessara landa. Stærsti hluti fjármagnsins fer til landa þar sem ríkir stöðugleiki." „Frá því að Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna var samþykkt árið 1948 hafa leiðtogar heims gefið loforð til allra barna um að þau eigi rétt á að ganga í skóla og mennta sig. Ef ráðamenn heimsins herða hins vegar ekki róðurinn, mun þetta loforð ekki nást fyrir árið 2015," segir Petrína Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla á Íslandi.„Fyrir tveimur vikum sögðu leiðtogar átta helstu iðnríkja heims, að áhersla yrði lögð á aðstoð við þau lönd sem lengst eiga í land með að ná þúsaldarmarkmiðinu um menntun fyrir alla árið 2015. Við vonum að í dag, á alþjóðadegi flóttamanna, muni leiðtogar heimsins eftir þeim börnum um heim allan sem lifa í skugga átaka og stendur ekki til boða skólaganga. Fyrir þá kynslóð barna sem nú er að vaxa úr grasi án menntunar, mun nýtt loforð um menntun fyrir alla árið 2015 einfaldlega vera of seint." segir Petrína. Skýrsluna má lesa í heild sinni á heimasíðu Barnaheilla.
Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira