Innlent

Ástandið að róast á Akureyri

Allt það lögreglulið sem sérstaklega var kallað út á Akureyri í gærkvöldi vegna aukins viðbúnaðar lögregluyfirvalda var sent heim í morgun. Rólegt hefur verið í bænum í dag en þar hófst fyrir skömmu þjóðhátíðardagskrá á Ráðhústorginu.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akureyri er enn mikið af fólki á tjaldsvæðum í bænum í tengslum við hátíðina Bíladagar.Mikill erill hefur verið hjá lögreglunni á Akureyri um helgina. Á föstudaginn komu sjö líkamsárásir til kasta lögreglunnar og í nótt voru þær fimm talsins.

Lögreglan brá á það ráð að kalla út menn úr sumarleyfum í gær til að auka viðbúnað í bænum og þá naut lögreglan einnig aðstoðar lögregluþjóna úr nágrannabyggðum. Allur sá mannskapur var sendur heim í morgun eftir að ástandið byrjaði að róast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×