Innlent

Mikið um hættulega framúrakstra

Mikil umferð á leið í bæinn.
Mikil umferð á leið í bæinn. MYND/365

Mikil umferð er á þjóðveginum milli Akureyrar og Reykjavíkur og hefur lögreglan í Borgarnesi tekið fjölmarga fyrir hraðakstur. Einn var tekinn á 146 kílómetra hraða fyrir norðan Borgarnes laust fyrir klukkan fimm í dag. Að sögn lögreglunnar er mikið um framúrakstra á hættulegum stöðum.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Borgarnesi er mikill umferðarþungi þess stundina og liggur straumurinn í átt til höfuðborgarinnar. Margir hafa verið teknir fyrir hraðakstur.

Um fimmleytið í dag var einn ökumaður tekinn á 146 kílómetra hraða fyrir norðan Borgarnes en sá hafði áður verið sviptur ökuskírteini og var því próflaus. Þá var annar tekinn skömmu síðar á Hálsasveitarvegi á 140 kílómetra hraða á klukkustund. Sá var undir áhrifum fíkniefna og við leit bílnum fann lögreglan amfetamín.

Að sögn lögreglu er mikið um hættulega framúrakstra og ökumenn að taka miklar áhættur.

Samkvæmt upplýsinum frá lögreglunni á Blönduósi hefur umferðarþunginn verið að aukast statt og stöðugt í allan dag. Hingað til hefur þó allt gengið slysalaust fyrir sig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×