Innlent

Velheppnaðri listahátíðinni lokið

Vikulangri Listahátíð ungs fólks á Austurlandi lauk í gær með uppskeruhátíð á Seyðisfirði og gekk hátíðin vel fyrir sig. Þetta er í áttunda sinn sem listahátíðin fer fram á Seyðisfirði og tóku alls um 130 ungmenni frá sex löndum þátt í henni að þessu sinni. Á hátíðnni voru reknar sjö listasmiðjur þar sem ungmennum gafst tækifæri til að spreyta sig í myndlist, tónlist, leiklist og sirkusfimi svo eitthvað sé nefnt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×