Innlent

Tuttugu flóttamenn dvelja á Fit Hostel

Helga Arnardóttir skrifar
Samkvæmt heimildum fréttastofu dvelja rúmlega 20 flóttamenn á gistiheimilinu Fit Hostel og koma þeir flestir frá Rússlandi og svæðum þar í kring, Írak, Íran, Afganistan og Afríku. Meirihluti þeirra sem þar dvelur eru karlmenn en þrjár konur með börn á ýmsum aldri dvelja þar nú. Sumir þeirra dvelja þar einungis í nokkrar vikur þangað til þeir verða sendir úr landi en aðrir hafa dvalið þar lengur. Heimildir fregna að einhverjir hafi dvalið á gistiheimilinu hátt í þrjú ár.

Í kvöldfréttum stöðvar 2 í gær greindum við frá flóttamanni sem kom til landsins fyrir tveimur árum. Honum var synjað um hæli flóttamanns og dvalarleyfi af mannúðarástæðum. Dómsmálaráðuneytið hefur vísað honum úr landi og er honum skylt að yfirgefa landið eins fljótt og auðið er. Maðurinn hefur dvalið á gistiheimilinu Fit gistiheimilinu. Honum hefur nú verið vísað frá gistiheimilinu vegna úrskurðar ráðuneytisins fyrir þremur vikum og þarf því að dvelja hjá foreldrum barnsmóður sinnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×