Innlent

Ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás

MYND/Vilhelm

Fjórir menn á aldrinum 18-20 ára hafa verið ákærðir fyrir ráðist í sameiningu á einn mann utan veitingastaðinn Dússabar í Borgarnesi í júní í fyrra. Ákæra á hendur þeim var þingfest í Héraðsdómi Vesturlands í dag.

Tveimur mannanna er gefið að sök sérstaklega hættuleg líkamsárás, öðrum fyrir að hafa slegið fórnarlambið í hausinn með glerflösku og hinum fyrir að hafa sparkað í og stigið á höfuðið á fórnarlambinu þegar það lá í götunni.

Öllum er svo gefið að sök að hafa veist að manninum þegar hann var lemstraður eftir flöskuhöggið og hrint honum á milli sín þar til hann féll í jörðina. Þar spörkuðu mennirnir í hann. Fórnarlambið vankaðist við árásina og hlaut nokkra skurði á aftanvert höfuð og hnakka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×