Lífið

Victoria Beckham grátbiður mömmu um hjálp með börnin

Victoria Beckham í vandræðum með barnapössun.
Victoria Beckham í vandræðum með barnapössun.

Victoria Beckham hefur grátbeðið mömmu sína um að gerast barnfóstra hjá sér eftir að tvær fyrrverandi fóstrur hjá henni gengu á dyr með skömmu millibili. Að sögn blaðsins News Of The World er Victoria örvæntingarfull því Jackie Adams móðir hennar er ein af fáum sem hún treystir fyrir börnum sínum.

Samkvæmt blaðinu hugsar Victoria með hryllingi til þess að hafa engan til að passa Brooklyn, Romeo og Cruz þegar hún heldur í tónleikaferðalag með Spice Girls í desember.

Jackie aðstoðaði dóttur sína með barnapössun meðan á flutningi þeirra Beckham-hjóna stóð frá Spáni til Los Angeles. Jafnframt lofaði hún Victoriu að hún myndi hjálpa henni með börnin, ef ástæða væri til, næstu sex mánuði. Nú þarf Victoria hinsvegar á hjálp hennar að halda mun lengur en það.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.