Lífið

Hulk ræður lögfræðing fyrir soninn

Hulk Hogan hefur ráðið lögfræðing til þess að verja soninn sem á að mæta fyrir rétt í byrjun september.
Hulk Hogan hefur ráðið lögfræðing til þess að verja soninn sem á að mæta fyrir rétt í byrjun september.

Bandaríski glímukappinn Hulk Hogan hefur ráðið lögfræðinginn J. Kevin Hayslett til þess að verja son sinn Nick en hann á að mæta fyrir rétt 10. september næstkomandi. Nick er gefið að sök að hafa farið í kappakstur á hraðbraut í Flórída með þeim afleiðingum að hann missti stjórn á bílnum og klessti á pálmatré.

Nick var fluttur á nærliggjandi sjúkrahús eftir áreksturinn ásamt farþega sínum, John Graziano, sem sneri aftur til heimalandsins á síðasta ári eftir að hafa starfað fyrir bandaríska herinn í Írak. Sá fyrrnefndi var útskrifaður skömmu síðar en Graziano liggur enn alvarlega slasaður á sjúkrahúsinu.

Lögregluyfirvöld í Flórída hafa lýst því yfir að hraðakstur hafi valdið slysinu. Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem Nick ekur hraðar en lögin leyfa því hann hefur verið tekinn fjórum sinnum fyrir ofsaakstur síðan hann fékk bílpróf fyrir tveimur árum síðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.