Lífið

Oprah með stjörnustæla

Prímadonna
Prímadonna MYND/Getty

Oprah Winfrey er sögð hafa farið fram á það að verðandi brúður, sem var búin að panta herbergi á hóteli sem Oprah hafði ætlað vinum sínum, losaði herbergin.

Sjónvarpsstjarnan ætlar að halda fjármögnunarteiti á heimili sínu þann áttunda september næstkomandi fyrir Barack Obama sem hún styður til framboðs í forvali Demókrata til bandarísku forsetakosninganna. Hún hafði hugsað sér að gestir hennar myndu dvelja á San Ysidro Ranch hótelinu nærri heimili hennar í Santa Barbara en þá höfðu verðandi brúðhjón pantað upp öll herbergin fyrir sína gesti.

Samkvæmt Page Six settu útsendarar Opruh sig í samband við brúðina og báðu hana um að skipta um hótel eða losa nokkur herbergi en hún mun ekki hafa fallist á það.

Talsmenn Opruh segja engin slík samtöl hafa farið fram en þó hafa nokkur herbergi á hinu yfirfulla hóteli losnað á undraverðan hátt. Marco Perry, framkvæmdastjóri á San Ysidro Ranch, segir brúðhjónin hafa afpantað herbergin en að það hafi ekki komið að sök þar þar sem næg eftirspurn hafi verið eftir herberjum þessa helgi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.