Innlent

Varað við hruni í íshellinum í Kverkfjöllum

Ferðamenn eru beðnir um að fara varlega í Kverkfjöllum.
Ferðamenn eru beðnir um að fara varlega í Kverkfjöllum.

Slysavarnafélagið Landsbjörg, lögreglan á Seyðisfirði og Ferðafélag Fljótdalshéraðs hafa komið upp viðvörunarskilti við íshellinn í Kverkfjöllum eftir að fregnir bárust af hruni úr honum. Í tilkynningu frá Landsbjörgu segir að skemmst sé að minnast þess þegar erlendur ferðamaður lést í íshellinum við Hrafntinnusker fyrir um ári síðan þegar hann varð undir hruni úr hellinum.

Sigrún A. Þorsteinsdóttir, sviðstjóri slysavarnasviðs Landsbjargar segir í samtali við Vísi að ferðamannastraumur á hálandið aukist sífellt þessa dagana og því hafi verið full ástæða til þess að vara fólk við hruni úr íshellum. „Við höfum sett upp samskonar skilti við hella í Sólheimajökli og Hrafntinnuskerjum.“ Sigrún segir að ekki hafi verið talið nauðsynlegt að banna alfarið umferð um hellana, en hún segir þó mjög varhugavert að fara inn í þá, sérstaklega á þessum árstíma. Skiltin sem um ræðir eru á fimm tungumálum, íslensku, ensku, þýsku, spænsku og frönsku.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×