Erlent

Öllum bjargað af sökkvandi skipi

Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar
Um 50 skip af öllum stærðum sigla með ferðamenn til Suðurheimskautsins frá Argentínu yfir sumarmánuðina frá nóvember til mars.
Um 50 skip af öllum stærðum sigla með ferðamenn til Suðurheimskautsins frá Argentínu yfir sumarmánuðina frá nóvember til mars. MYND/AFP

Búið er að bjarga meira en 150 farþegum og áhöfn skemmtiferðaskips eftir að það sigldi á ísjaka við suðurheimskautssvæðið í morgun. Um borð voru 100 farþegar og 54 áhafnarmeðlimir sem voru ferjaðir með björgunarbátum í annað skip.

Susan Hayes frá Gap Adventures sem á skipið sagði fréttastofu BBC að skipið hefði farið frá Ushuaia syðst í Argentínu 11. nóvember síðastliðinn. Áætlað var að sigla í 19 daga að Drake Passage sem er hafsvæðið milli Argentínu og Suðurheimskautsins.

Bresku strandgæslunni var tilkynnt um slysið rétt fyrir klukkan hálfsex í morgun að íslenskum tíma. Skipið lenti í vandræðum 120 kílómetra norður af suðurheimsskautslandinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×