Lífið

Forsetinn eignast fyrsta afasoninn

Sigrún Ósk Kristjánsdóttir skrifar
Ólafur Ragnar Grímsson eignaðist fjórða afabarnið í fyrradag þegar dóttir hans, Dalla, eignaðist son.
Ólafur Ragnar Grímsson eignaðist fjórða afabarnið í fyrradag þegar dóttir hans, Dalla, eignaðist son.

Það hefur væntanlega verið kátt á hjalla á Bessastöðum í gær því forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, varð afi í fjórða sinn í fyrradag þegar önnur tvíburadætra hans, stjórnmálafræðingurinn Svanhildur Dalla, eignaðist son með eiginmanni sínum, Matthíasi Sigurðarsyni tannlækni. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er drengurinn afar myndarlegur og bæði móður og syni heilsast vel.

Fyrir eiga Dalla og Matthías dótturina Urði sem er nýorðin þriggja ára. Guðrún Tinna, hin tvíburadóttir forsetans, á dæturnar Katrínu Önnu sem varð fjögurra ára í janúar og Kötlu sem verður eins árs í desember með manni sínum, Karli Pétri Jónssyni. Þetta er því fyrsti karlkyns afkomandi Ólafs Ragnars sem hingað til hefur verið umkringdur konum á alla kanta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.