Stutt flugbraut skapar aukakostnað 29. janúar 2007 20:00 Flugfélagið Norðanflug sér fram á verulegan aukakostnað við fraktflug til Belgíu vegna þess hve flugbrautin á Akureyri er stutt. Að óbreyttu þarf hver fulllestuð vél að millilenda í Keflavík á leiðinni út. Norðanflug sem er að miklu leyti í eigu Samherja hyggst hefja beint flug með fisk frá Akureyri í vor. Félagið hefur hug á vél af sérstakri gerð en sá galli fylgir gjöf Njarðar að flugbrautin á Akureyri er of stutt til að hægt sé að nota vélina með góðu móti. Til þess að hægt sé að taka á loft á Akureyri með vélina fulla af eldsneyti og fulllestaða þarf að millilenda í Keflavík á leiðinni til Belgíu. Unnar Jónsson, yfirmaður flutningasviðs hjá Samherja, segir þetta súrt í broti og muni að óbreyttu kosta félagið verulegar fjárhæðir aukalega eða hundruð þúsunda fyrir hverja millilendingu í Keflavík. Þetta dæmi sýni hve mikilvægt sé að lenging flugbrautarinnar verði sett inn á samgönguáætlun svo framkvæmdir geti hafist hið fyrsta. Unnar bendir á að Iceland Express hafi ekki getað notað þær vélar sem þeir höfðu augastað á í Akureyrarfluginu vegna flugbrautarinnar og skilyrða til flugtaka. Því sé um mjög mikilvæga hagsmuni að ræða sem varði atvinnulíf svo sem ferðaþjónustu og sjávarútveg. Kristján Möller sem situr í samgöngunefnd fyrir Samfylkinguna hefur lýst í samtölum við Stöð 2 sérstökum áhyggjum af þessu en margir berjast um hituna. Á flugvellinum á Egilsstöðum er einnig krafa um samgönguframkvæmdir en það mun skýrast mjög bráðlega hvað Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra, afræður. Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Flugfélagið Norðanflug sér fram á verulegan aukakostnað við fraktflug til Belgíu vegna þess hve flugbrautin á Akureyri er stutt. Að óbreyttu þarf hver fulllestuð vél að millilenda í Keflavík á leiðinni út. Norðanflug sem er að miklu leyti í eigu Samherja hyggst hefja beint flug með fisk frá Akureyri í vor. Félagið hefur hug á vél af sérstakri gerð en sá galli fylgir gjöf Njarðar að flugbrautin á Akureyri er of stutt til að hægt sé að nota vélina með góðu móti. Til þess að hægt sé að taka á loft á Akureyri með vélina fulla af eldsneyti og fulllestaða þarf að millilenda í Keflavík á leiðinni til Belgíu. Unnar Jónsson, yfirmaður flutningasviðs hjá Samherja, segir þetta súrt í broti og muni að óbreyttu kosta félagið verulegar fjárhæðir aukalega eða hundruð þúsunda fyrir hverja millilendingu í Keflavík. Þetta dæmi sýni hve mikilvægt sé að lenging flugbrautarinnar verði sett inn á samgönguáætlun svo framkvæmdir geti hafist hið fyrsta. Unnar bendir á að Iceland Express hafi ekki getað notað þær vélar sem þeir höfðu augastað á í Akureyrarfluginu vegna flugbrautarinnar og skilyrða til flugtaka. Því sé um mjög mikilvæga hagsmuni að ræða sem varði atvinnulíf svo sem ferðaþjónustu og sjávarútveg. Kristján Möller sem situr í samgöngunefnd fyrir Samfylkinguna hefur lýst í samtölum við Stöð 2 sérstökum áhyggjum af þessu en margir berjast um hituna. Á flugvellinum á Egilsstöðum er einnig krafa um samgönguframkvæmdir en það mun skýrast mjög bráðlega hvað Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra, afræður.
Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira