Innlent

Fasteignasala hrundi á Akureyri í desember

Hrun varð í sölu fasteigna á Akureyri í desember. Fasteignasalar segja að hægari fjölgun íbúa og breyttu lánaumhverfi sé um að kenna.

Fasteignaviðskiptin voru svo lítil að ekki eru dæmi um annað eins síðan Fasteignamat ríkisins fór að halda utan um viðskiptin árið 2002. Aðeins 18 kaupsamningum fasteigna var þinglýst á Akureyri í síðasta mánuði. Til samanburðar má nefna að í desember árið 2005 var 67 samningum þinglýst en 95 ári fyrr, eða fimm sinnum fleiri en nú.

Björn Guðmundsson, fasteignasali á Akureyri, segir að desember alltaf hægasta mánuð ársins hjá fasteignasölum. Hægt hafi á markaðnum á síðasta ári og færri flust til bæjarins miðað við árið á undan.

Á sama tíma og þetta gerist er mikið byggt á Akureyri eða um 200 íbúðir á ári. Þrátt fyrir það hefur Björn enga trú á að nú horfi í verðfall vegna offramboðs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×