Erlent

Dýrkeypt að mjólka of mikið

Ítalskir kúabændur þurfa að greiða 17,6 milljarða sekt til Erópusambandsins fyrir að framleiða mjólk umfram þá kvóta sem þeim hafði verið úthlutað. Þetta kemur fram á heimasíðu Landssambands íslenskra kúabænda. Hvert land innan ESB hefur ákveðinn mjólkurkvóta og gilda strangar reglur um að ekki megi framleiða umfram það magn sem hann segir til um.

Við uppgjör á framleiðslu síðasta árs kemur á daginn að ítalskir kúabændur hafa framleitt 640 þúsund tonn  umfram landskvóta Ítalíu. Fyrir það verða þeir að greiða 200 milljónir evra, eða 17,6 milljarða króna í sekt til ESB. Það jafngildir um 27,5 krónum á lítra. Á heimasíðu kúabænda er bent á til samanburðar að Danir framleiddu á sama tíma um 28.500 tonn umfram landskvóta. Þetta er hinsvegar ekkert nýtt hjá ítölskum bændum því þetta magn umfram kvóta hefur verið nokkuð stöðugt undanfarin ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×